Hymyilevä mies – Finnland

Actionbild från "The Happies Day in the Life of Olli Mäki" (Finland) - Jarkko Lahti
Photographer
Kuokkasen Kuvaamo
Hvort vilt þú heldur verða heimsmeistari eða meistari eigin lífs? Á yfirborðinu er Hymyilevä mies kvikmynd um tiltekið tímaskeið, sem byggir á ævi raunverulegrar persónu, en í kjarna hennar liggur hinn aldagamli vandi að þurfa að velja á milli ástar og velgengni.

Juho Kuosmanen leikstýrir þessari fyrstu mynd sinni í fullri lengd af miklu öryggi. Hrífandi og lágstemmd kímni í bland við nostalgískan blæinn á svarthvítri kvikmyndatöku Jani-Petteri Passi er fyrirtaks umgjörð um frábæra frammistöðu leikarahópsins.

Ágrip

Það er sumarið 1962 og Olli Mäki á möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er orðinn ástfanginn af Raiju.

Rökstuðningur dómnefndar

Hvort vilt þú heldur verða heimsmeistari eða meistari eigin lífs? Á yfirborðinu er Hymyilevä mies kvikmynd um tiltekið tímaskeið, sem byggir á ævi raunverulegrar persónu, en í kjarna hennar liggur hinn aldagamli vandi að þurfa að velja á milli ástar og velgengni.

Juho Kuosmanen leikstýrir þessari fyrstu mynd sinni í fullri lengd af miklu öryggi. Hrífandi og lágstemmd kímni í bland við nostalgískan blæinn á svarthvítri kvikmyndatöku Jani-Petteri Passi er fyrirtaks umgjörð um frábæra frammistöðu leikarahópsins.

Handritshöfundur / leikstjóri – Juho Kuosmanen

Juho Kuosmanen (f. 1979) lauk kvikmyndanámi frá ELO við Aalto-háskólann í Helsinki árið 2014. Meðfram náminu starfaði hann sem leikari og leikstjóri á sviði og vann náið með avant-garde-hópnum West Coast Kokkola Opera. Kuosmanen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir stuttmyndir sínar, svo sem þriðju verðlaun á Cinéfondation í Cannes fyrir Kestomerkitsijät, Prix Arte-verðlaunin á Premiers Plans-hátíðinni í Angers í Frakklandi fyrir Kaupunkilaisia og fyrstu verðlaun á Cinéfondation fyrir útskriftarmynd sína, Taulukauppiaat, árið 2010.

Frumraun hans í fullri lengd, Hymyilevä mies, hlaut verðlaunin Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2016.               

Handritshöfundur – Mikko Myllylahti

Mikko Myllylahti (f. 1980) nam handritaskrif og leikstjórn við ELO í Helsinki og lauk meistaragráðu árið 2012. Útskriftarmynd hans, Pyramidi, hlaut nemendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Tampere í Finnlandi 2012. Önnur stuttmynd hans, Käsilaukku (2013), var tilnefnd til verðlauna sem besta stuttmyndin á Nordisk Panorama 2013.

Hann skrifaði handritið að Hymyilevä mies ásamt leikstjóra myndarinnar, Juho Kuosmanen.

Myllylahti hefur einnig gefið út þrjár ljóðabækur við góðar undirtektir gagnrýnenda og hlotið hin virtu Kalevi Jäntti-bókmenntaverðlaun árið 2012 fyrir bókina Väylä.

Framleiðandi – Jussi Rantamäki

Jussi Rantamäki (f.1980) lauk grunnnámi í menningarstjórnun árið 2004. Meðfram náminu og eftir það starfaði hann sem aðstoðarleikstjóri og tökustaðastjóri.

Árið 2008 hóf hann störf sem framleiðandi hjá fyrirtækinu Aamu Film Company Ltd. Fyrstu tvær myndirnar sem hann framleiddi, Älä kuiskaa ystävän suuhun og Taulukauppiaat, voru frumsýndar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín og á Cinéfondation í Cannes árið 2010. Kvikmyndin Kaikella rakkaudella eftir Matti Ijäs var tilnefnd fyrir besta handrit á Jussi-verðlaunahátíðinni 2014 og árið 2016 hlaut Hymyilevä mies eftir Juho Kuosmanen Un Certain Regard-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 

FRAMLEIÐSLUUPPLÝSINGAR

Titill á frummáli: Hymyilevä mies

Leikstjóri: Juho Kuosmanen

Handritshöfundur: Mikko Myllylahti, Juho Kuosmanen

Framleiðandi: Jussi Rantamäki

Framleiðslufyrirtæki: Aamu Film Company Ltd

Aðalhlutverk: Jarkko Lahti, Oona Airola, Eero Milonoff, Joanna Haartti

Lengd: 92 mínútur

Dreifing innanlands: B-Plan Distribution

Alþjóðleg dreifing: Les Films du Losange

Fulltrúar dómnefndar

Harri Römpötti, Jaana Puskala, Outi Heiskanen