Jakob Bro

Jakob Bro
„Balladeering-Time-December Song” eftir Jakob Bro

Verðlaunatónskáldið Jakob Bro (fæddur 1978) hefur með þríleiknum Balladeering-Time-Decembersong samið yfirþyrmandi fallegt verk. Varfærin og svífandi tónverk Bros hafa töfrandi og seiðandi hljóm sem er einstakur. Hann heldur hárfínu jafnvægi milli þess annars vegar að vera nákvæmur í tónsmíðum og útsetningu og hins vegar að vera með opinn huga sem gefur tónlistarmönnunum einstakt frelsi til að láta tilfinningu og tjáningu augnabliksins ráða ferðinni. Afraksturinn er innblásin túlkun á þessum einföldu verkum og ákaft og síkvikt samspil tónlistarmannanna. Og hvílíkir tónlistarmenn! Bro hefur safnað saman glæsilegum hópi sem í eru nokkrir af fremstu djasstónlistarmönnum samtíðarinnar, meðal annars Lee Konitz, Bill Frisell og Paul Motian sem eru goðsagnir í lifanda lífi. Diskarnir í þríleiknum hafa hver í sínu lagi hlotið mikla viðurkenningu innan Danmerkur jafnt sem utan og í heild er þríleikurinn talinn til helstu verka í danskri djasstónlist á þessum áratug.