Jesper Nordin

Jesper Nordin
Photographer
Jan-Olav Wedin, All Rights Reserved. Detta fält får inte ändras eller raderas enligt 6 kap enligt lag (1960:729)
„Frames in transit” eftir Jesper Nordin

Jesper Nordin (f. 1971) er eitt af fremstu tónskáldum Svíþjóðar og á undanförnum árum hefur hann hlotið mikið lof á alþjóðavettvangi. Tónlistin hans, með sínu djúpu tilfinningalegu áhrifum og vísunum í hefðbundna sænska þjóðlagatónlist, rokktónlist og spunatónlist, er flutt um heim allan. Hann hefur unnið með tónskáldum á borð við Kent Nagano, Daniel Harding og Pierre André Valade. Verk hans fyrir hljómsveitir hafa verið flutt af BBC Skosku sinfóníuhljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveitinni í Basel og útvarpssinfóníuhljómsveitum sænska og finnska útvarpsins. .Verk hans eru hluti af efnisskrá helstu samtímasamleikshópa heims, þar á meðal Ensemble l'Itinéraire, Ensemble Orchestral Contemporain og The San Francisco Contemporary Music Players. Hann hefur einnig átt miklu láni að fagni með iOS forriti sínu Gestrument sem byggir á hans eigin tækni við tónsmíðar. Það er notað um allan heim til þess að skapa tónlist á hinum ólíkustu tónlistarsviðum allt frá raftónlist, teknó til djassspuna og samtímaklassíkur.