Karólína Eiríksdóttir

Karólína Eiríksdótti
Photographer
Norden.org
Tilnefnd fyrir verkið „MagnusMaria“

MagnusMaria er ópera eftir Karólínu Eiríksdóttur (f. 1951), samin við texta eftir Katarinu Gäddnäs. Óperan segir sanna sögu frá 17. öld um Maríu Johansdotter / Magnús Johansson, en umfjöllunarefnið snertir mannréttindi — einkum og sér í lagi réttinn til að velja eigið kyngervi og eigið starf. Efnið hefur ennþá sterka tilvísun og skírskotun nú á dögum, og orkumikið tónmál Karólínu Eiríksdóttur segir þessa mikilvægu sögu á kröftugan og tjáningarríkan hátt.

Karólína nam við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem Þorkell Sigurbjörnsson var kennari hennar í tónsmíðum. Hún hélt áfram námi í University of Michigan í Ann Arbor með George Wilson og William Albright sem tónsmíðakennara, og tók meistaragráðu í tónsmíðum, tónlistarsögu og tónlistarfræði. Síðan 1979 hefur hún verið athafnasöm í íslensku tónlistarlífi sem tónskáld og kennari.