Kemiluppen frá Forbrugerrådet Tænk Kemi (Danmörk)

Kemiluppen (frá Forbrugerrådet Tænk Kemi) hlýtur tilnefningu sem nýskapandi stafræn þjónusta við almenning sem er einföld og aðgengileg og eykur meðvitund neytenda – og fyrir vikið einnig framleiðenda – um óæskileg innihaldsefni.
Niðurstöður prófana sem Forbrugerrådet Tænk Kemi gerir á innihaldsefnum í snyrtivörum eru þýddar á ensku og berast þannig um allan heim.