Lotta Wennäkoski

Lotta Wennäkoski
Photographer
Maarit Kytoharju
„Jong” eftir Lotta Wennäkoski

Lotta Wennäkoski (fædd 1970) stundaði fyrst nám í fiðluleik, tónfræði og ungverskri þjóðlagatónlist við Bela Bartók-tónlistarskólann í Búdapest en nam síðan tónfræði og tónsmíðar við Síbelíusar-akademíuna þaðan sem hún útskrifaðist árið 2000.  Wennäkoski hélt fyrstu tónleika sína á Musica Nova Helsinki-hátíðinni árið 1999. Í nýjasta hljómsveitarverki hennar, Jong, stendur mjög sérstakur einleikari fyrir framan kammerhljómsveitina — geglari. Verkið var frumflutt af Kammerhljómsveit Lapplands í maí 2013. Tónlist Lotta Wennäkoski telst vera módernísk og hún er ljóðræn. „Tónlistin er lífleg og skýr, eins og hún bíði þess að hlustandinn stökkvi á fætur og grípi hljóðheim hennar,“ skrifar Karoliina Vesa um hljómsveitarverkið Hava(2007). Lotta Wennäkoski segist alltaf hafa haft áhuga á tungumálum og bókmenntum, meðal annars lýrískum ljóðum. Hún er samt ekki hrædd við að takast á við villt og harðneskjuleg viðfangsefni: Einleikurinn Lelele (2010-2011) eftir Wennäkoski segir frá nauðungarvændi og kynlífsþrælkun.