Marius Neset

Marius Neset
„Lion” eftir Marius Neset

Verkið Lion er skrifað fyrir Djasshljómsveit Þrándheims (Trondheim Jazzorkester). Höfundur verksins er saxófónleikarinn Marius Neset. Hann hlaut JazZstipendet, námsstyrk alþjóðlegu djasshátíðarinnar í Molde í Noregi árið 2011. Með námsstyrknum fylgdi að honum var falið að semja verk fyrir hátíðina á næsta ári. Lionskipst í átta hluta. Sumir þeirra heita eftir dýrum, aðrir kalla fram tengingar við alheiminn, til dæmis Golden Xplosion eða Sacred Universe. Tónlistin tilheyrir kjarna djasshefðarinnar en býr yfir óvenjulega mikilli næmni og öryggi. Tónsmíðar Nesets eru í senn náttúrulegar og krefjandi fyrir hljóðfærin og sameina kraft og glæsileika. þannig að tónlistarmennirnir þrettán sem gert er ráð fyrir að flytji verkið hljóma eins og mun stærri hópur. Um leið gerir fámennið þeim kleift að skipta lipurlega milli laglínu og frjáls spuna og milli einleiks og hljómsveitar. Þetta reynir á tónlistarmennina bæði tæknilega og listrænt. Verkið hefur verið flutt á ýmsum hátíðum í Noregi og var nýlega gefið út á diski.