Mats Larsson Gothe

Mats Larsson Goth
Photographer
Norden.org
Tilnefnd fyrir verkið „...de Blanche et Marie... - Symphony No. 3.“

Í þriðju sinfóníu sinni hefur Mats Larsson Gothe tekist að skapa einstakt verk, þar sem hljómtakið hefur ævinlega stefnu sem færir okkur áfram inn í ólíkar víddir og hughrif. Með hlýrri hendi býður hann hlustandanum bæði hugleiðslu og áskorun í persónulegri og fagurri tónaveröld.

Mats Larsson Gothe (f. 1965) hefur verið í fullu starfi sem tónskáld frá árinu 1995 og hefur samið flestar gerðir tónsmíða, með áherslu á hljómsveitartónlist og einleikskonserta, en einnig kammertónlist og ekki síst óperu. Straumhvörfum olli fyrsta ópera hans í fullri lengd, Poet and Prophetess, í NorrlandsOperan árið 2008 og Blanche and Marie, sem vann til verðlauna, vakti mikla athygli við frumsýninguna haustið 2014 og var einnig tilnefnd til International Opera Awards árið 2015.

Mats Larsson Gothe hóf feril sinn í stíl Stravinsky-hefðarinnar, og hefur haldið áfram að þróast út frá henni. Auk þess hefur námsiðkun á Ítalíu (hjá Atla Ingólfssyni) léð tónlist hans glitrandi áferð og þrótt af Miðjarðarhafsstofni. Tilfinningakraftur tjáningarinnar er sambræddur nýklassískum einkennum og sterkri tilfinningu fyrir taktfestu, sem gerir tónlistina afar þróttmikla. Í nýjustu hljómsveitartónlist hans er að finna leikræna uppbyggingu sem sýnir að vinna hans við óperur hefur einnig haft áhrif á þessi verk.