Nanook

Nanook
Photographer
Nanook
Nanook er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Hljómsveitin Nanook er eitt helsta tónlistarundur sem komið hefur frá Grænlandi í seinni tíð. Með úthugsuðum tónsmíðum og útsetningum og ekki síst sem starfandi tónlistarfólk hafa meðlimir hennar skapað nýjan hljóm og stíl sem er í algjörum sérflokki í Grænlandi. Bræðurnir Frederik og Christian Elsner standa í framlínunni og eru mögnuð sjón þegar hljómsveitin flytur tónlist sína á stórum sviðum með Martin Zinck á trommur, Andreas Otte á bassa og Mads Røn á hljómborð.

Nanook hlýtur tilnefningu sem framlag Grænlands með þeim rökstuðningi að frá árinu 2010 hefur hljómsveitin gefið út þrjár stórgóðar hljómplötur og verið á stöðugum tónleikaferðalögum. Einnig fjölgar japönskum aðdáendum þeirra stöðugt, en hljómsveitin hefur heimsótt landið margsinnis. Tónlist, hljómur og færni Nanook eru í stöðugri þróun og eru meðlimir óþreytandi að prófa sig áfram í orkumiklum flutningi á sviði.

Um leið og fyrsti tónninn er sleginn velkist enginn í vafa um hverjir flytjendurnir eru. Hinn nýstárlegi og sérstaki stíll og hljómur Nanook liggur einnig til grundvallar tilnefningunni, en auk þess að þykja nýmæli í grænlensku tónlistarlífi er tónlist þeirra samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.