Sænsku náttúruverndarsamtökin

Svenska Naturskyddsföreningen
Photographer
Eva Lindberg, Naturskyddsföreningen
Sænsku náttúruverndarsamtökin eru tilnefnd fyrir starf sitt jafnt svæðisbundið og á landsvísu sem miðar að því að hvetja fólk til útivistar í náttúrunni og auka þekkingu fólks á náttúru- og umhverfismálum.

Samtökin eru aldargömul og stærstu og áhrifamestu umhverfissamtök Svíþjóðar, en félagar eru um 180.000. Samtökin reka meðal annars umhverfismerkinguna "Gott umhverfisval", en fjöldi ólíkra vara og þjónustu nýta merkið. Jafnframt standa samtökin fyrir ýmsum náttúrugöngum, sem veita enn fleirum tækifæri til að upplifa náttúruna. Samtökin áttu einnig frumkvæði að sænsku verkefnunum ”Ängens dag” og ”Naturnattan och Miljövänliga verkan”. Samtökin vinna mikið svæðiðsbundið.