Tilnefndir 2009
Þema Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2009 er:
Tilnefndir skulu tónlistamenn eða hópur tónlistarmanna, sem hefur gert tilraunir með tjáningarform þvert á stefnur eða rutt brautina fyrir nýsköpun í tónlistarflutningi. Tilnefndir þurfa að hafa vakið athygli fyrir verk sín á árinu 2008, í heimalandi, á Norðurlöndum eða á alþjóðavettvangi.
Fjölmargir og ólíkir tónlistarmenn hvaðanæva af Norðurlöndum fengu tilnefningu, og eru þeir allir eru einstakir, hver á sinn hátt.
Tilnefndir árið 2009 eru:
Danmörk
- Thunderstrucks
- Alpha
Finnland
- Pekka Kuusisto & The Luomu Players
- Kari Kriikku
Færeyjar
- Orka
Ísland
- Voces Thules
- Víkingur Heiðar Ólafsson
Noregur
- Arve Henriksen
- Paal Nilssen-Love
Svíþjóð
- Ale Möller Band
- Loney Dear
Álandseyjar
- Ulvens Döttrar
Tilkynnt verður hver hlýtur Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs þriðjudaginn 2. júní, en verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október.