Studio Barnhus

Studio Barnhus

Studio Barnhus

Photographer
Robin Ekemark
Studio Barnhus er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Í meira en áratug hafa Kornél Kovács, Axel Boman og Petter Nordkvist verið þeir tónlistarmenn sem helst hefur mátt treysta til að færa unnendum sænskrar klúbbamenningar hágæðatónlist. Hver um sig hafa þeir fest sig í sessi sem einstaka og trausta listamenn þar sem ákafi, nýsköpun og auðgi smáatriða eru í fyrirrúmi. Hver og einn meðlimur býr yfir sérstakri snerpu og sköpunargáfu sem horfir óþreytandi fram á veginn og ber jafnframt vott um tæra og djúpa ást á sögu house- og diskótónlistar.

Um leið mynda tónlistarmennirnir þrír óaðskiljanlega heild. Sem upptökuver, plötusnúðahópur og afkastamikið útgáfufyrirtæki sýna þeir í verki að hópur getur verið svo miklu meira en einstakir meðlimir hans samanlagðir. Studio Barnhus sýnir að tónlistarhópar nútímans stýrast ekki af hefðinni. Þar hafa tónlistarferlar hvers og eins meðlims runnið saman í eina öfluga heild á hátt sem er tákngervingur byltingarkenndrar tónlistarsköpunar á nýjum tímum.