Þorgerður Ingólfsdóttir

Þorgerður Ingólfsdóttir

Þorgerður Ingólfsdóttir

Photographer
Kristinn Magnússon
Þorgerður Ingólfsdóttir er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2021.

Rökstuðningur:

Ferill Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra spannar 53 ár og er einstakur í sinni röð. Hún er frumkvöðull í kórastarfi með ungu fólki og yfir 2.500 íslensk ungmenni hafa kynnst sígildri tónlist gegnum hinn þekkta Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar Hamrahlíðarkórinn. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem stofnaður var af Þorgerði árið 1967, hefur komið fram í 26 löndum og verið leiðandi í flutningi nýrrar íslenskar kórtónlistar.

Hamrahlíðarkórinn söng inn á nýjustu plötu Bjarkar, Utopia, og kom fram í tónleikaröð hennar, Cornucopia , árið 2019, en sjálf söng Björk undir stjórn Þorgerðar á menntaskólaárum sínum líkt og margt annað helsta tónlistarfólk þjóðarinnar. Nýjasta plata kórsins, Come and Be Joyful (2020), inniheldur kóratónlist sem flutt var á Cornucopia-tónleikunum.

Hápunktarnir hafa verið margir á löngum og fjölbreyttum ferli Þorgerðar; hún var aðalstjórnandi Voices of Europe árið 2000, og fræg tónskáld á borð við Arvo Pärt, Vagn Holmboe og Atla Heimi Sveinsson hafa samið verk sérstaklega fyrir hana.