Fundir á Norðurlöndum
29.–30. maí: Järva í Svíþjóð
Järvavikan fer fram á íþróttaleikvanginum Spånga IP í Stokkhólmi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norræna ráðherranefndin tekur þátt, bæði með eigið tjald og málþing.
13.–15. júní: Folkemødet í Danmörku
Folkemødet er stærsta lýðræðishátíðin í Danmörku. Norræna ráðherranefndin tekur þátt af krafti og stendur fyrir 17 viðburðum. Áhersla verður á viðnámsþolin Norðurlönd, græn Norðurlönd og norðurslóðir.
25.–28. júní: Almedalsvikan í Svíþjóð
Græn umskipti og hamingja, viðnámsþróttur, sjálfbær neysla og gervigreind eru á meðal málefna sem fjallað verður um í norræna tjaldinu í Almedalsvikunni. Norræna ráðherranefndin stendur ásamt samstarfsaðilum sínum að 10 viðburðum í norræna tjaldinu þann 25. júní.
25.–28. júní: SuomiAreena í Finnlandi
Á SuomiAreena í ár verður fjallað um menningarsamstarf í þágu sjálfbærrar framtíðar og hvernig við getum stuðlað að frið og velsæld þegar krísur steðja að í heiminum. Einnig verður fjallað um ábyrga neyslu og hvernig Norðurlönd geti orðið leiðandi í siðferðilegri notkun gervigreindar.
12.–16. ágúst: Arendalsvikan í Noregi
Eru Norðurlönd tilbúin fyrir fleiri krísur? Viðnámsþróttur, lífið að loknum grænum umskiptum, og það hvernig við komumst þangað, eru meginþemun í norræna tjaldinu í Arendal í ár.
17.–19. október: Arctic Circle á Íslandi
Arctic Circle er stærsti vettvangurinn fyrir alþjóðleg samskipti um samstarf um framtíð norðurslóða. það er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir stjórnvöld, stofnanir, samtök, háskóla, hugsmiðjur, náttúruverndarsamtök, frumbyggja, almenning og aðra.