Norrænt samstarf á ferð og flugi:

Norrænar og baltneskar lýðræðishátíðir 2024

Norræna samstarfið stendur fyrir umræðum á sex norrænum og fjórum baltneskum lýðræðishátíðum þar sem stjórnmálafólk, fulltrúar félagasamtaka, sérfræðingar, ungt fólk og fulltrúar atvinnulífs koma saman til eiga beint samtal við almenning á Norðurlöndum.

Ljósmyndari
Multiple

Í allt sumar er hægt að hitta okkur, norrænar stofnanir á okkar vegum og samstarfsaðila okkar á lýðræðishátíðum víðs vegar um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin.

Í ár verður áherslan á viðnámsþolin og örugg samfélög, frjálsa för á Norðurlöndum og hringrásardrifin og græn samfélög. Þessi þemu eiga við á öllum þeim norrænu og baltnesku lýðræðishátíðum sem við tökum þátt í.

Nánar um viðburði

Ljósmyndari
Ricky John Molloy/norden.org

Hvernig getum við stöðvað grænþvott, aukið mátt neytenda og græna samkeppni?

Það liggur á að breyta yfir í sjálfbærari neysluvenjur. Eitt af því sem stendur í vegi þess er grænþvottur. ESB ætlar nú að taka fastar á villandi umhverfismarkaðssetningu. Það getur eflt norræna umhverfismerkið Svaninn.

25. júní 2024 kl. 12:00 - 12:45

Fundir á Norðurlöndum

Fundir á Norðurlöndum

29.–30. maí: Järva í Svíþjóð 

Järvavikan fer fram á íþróttaleikvanginum Spånga IP í Stokkhólmi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norræna ráðherranefndin tekur þátt, bæði með eigið tjald og málþing.

 

13.–15. júní: Folkemødet í Danmörku 

Folkemødet er stærsta lýðræðishátíðin í Danmörku. Norræna ráðherranefndin tekur þátt af krafti og stendur fyrir 17 viðburðum. Áhersla verður á viðnámsþolin Norðurlönd, græn Norðurlönd og norðurslóðir.

 

25.–28. júní: Almedalsvikan í Svíþjóð 

Græn umskipti og hamingja, viðnámsþróttur, sjálfbær neysla og gervigreind eru á meðal málefna sem fjallað verður um í norræna tjaldinu í Almedalsvikunni. Norræna ráðherranefndin stendur ásamt samstarfsaðilum sínum að 10 viðburðum í norræna tjaldinu þann 25. júní.

 

25.–28. júní: SuomiAreena í Finnlandi

Á SuomiAreena í ár verður fjallað um menningarsamstarf í þágu sjálfbærrar framtíðar og hvernig við getum stuðlað að frið og velsæld þegar krísur steðja að í heiminum. Einnig verður fjallað um ábyrga neyslu og hvernig Norðurlönd geti orðið leiðandi í siðferðilegri notkun gervigreindar.

 

12.–16. ágúst: Arendalsvikan í Noregi 

Eru Norðurlönd tilbúin fyrir fleiri krísur? Viðnámsþróttur, lífið að loknum grænum umskiptum, og það hvernig við komumst þangað, eru meginþemun í norræna tjaldinu í Arendal í ár.

 

17.–19. október: Arctic Circle á Íslandi 

Arctic Circle er stærsti vettvangurinn fyrir alþjóðleg samskipti um samstarf um framtíð norðurslóða. það er opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir stjórnvöld, stofnanir, samtök, háskóla, hugsmiðjur, náttúruverndarsamtök, frumbyggja, almenning og aðra.

Ljósmynd: Andreas Omvik/norden.org

Fundir í Eystrasaltsríkjunum

Fundir í Eystrasaltsríkjunum

 

15.-17.maí: Tartu í Eistlandi

 

5.–6. júlí: Lampa í Lettlandi

 

9.–10. ágúst: Arvamus-hátíðin í Eistlandi

 

24. ágúst: Būtent! í Litháen

Ljósmynd: Andreas Omvik/norden.org