Börn og ungmenni á Norðurlöndum

– þverfagleg stefna Norrænu ráðherranefndarinnar 2016–2022

Upplýsingar

Publish date
Abstract
„Norðurlönd eiga að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni.“Þannig hljómar framtíðarsýn þverfaglegrar stefnu í málefnum barna og ungmenna á Norðurlöndum þar sem markhópur Norrænu ráðherranefndarinnar eru öll börn og ungmenni á aldrinum 0-25 ára.Helsta markmið stefnunnar er að Norræna ráðherranefndin samþætti í auknum mæli sjónarmið réttinda barna og málefni ungmenna í starfi sínu og hugi þannig betur að og hlusti á það sem börn og ungmenni hafa fram að færa.  Norrænu ráðherranefndin leitast eftir því að vinna á grundvelli Barnasáttmála SÞ með því að standa vörð um og efla réttindi drengja og stúlkna, ungra kvenna og karla og gefa þeim kost á að nýta réttindi sín og taka virkan þátt í samfélaginu.  Velferð barna og ungmenna og tækifæri þeirra til að nýta réttindi sín eru forsenda fyrir sjálfbærri þróun á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin vill stuðla að því að Norðurlöndin verði leiðandi í mótun samfélags þar sem réttindi og ólík sjónarmið barna og ungmenna eru virt og þeim gefst kostur á að hafa áhrif á þróun samfélagsins.
Publication number
2016:740