Norræn samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál 2017–2020

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
Norrænu ráðherrarnir á sviði byggðastefnu kynna hér með sameiginlega norræna samstarfsáætlun sem hefur það að markmiði að leggja grunn að þróaðri þekkingarmiðlun, leggja til góð dæmi um aðgerðir á pólitískum forgangssviðum og efla samstarf á sviði byggðastefnu á Norðurlöndum.Norrænt samstarf á sviði byggðastefnu á sér langa sögu og þar gefast góð tækifæri til að öðlast þekkingu og skilning og grípa til sameiginlegra aðgerða. Samstarfið byggir á þeirri sýn að til þess að ná sameiginlegum árangri sem stuðli að sjálfbærri byggðaþróun á Norðurlöndum sé afar mikilvægt að læra af reynslunni og leita lausna í sameiningu.
Útgáfunúmer
2017:722