Þekking sem nýtist

Tillögur um aukið norrænt samstarf á sviði félagsmála

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) ákvað 2017 að láta fara fram stefnumótandi úttekt á norrænu samstarfi í félagsmálum. Markmiðið var að þróa og efla norrænt samstarf í félagsmálum þannig að það félli að þörfum landanna og helstu viðfangsefnum hverju sinni og leiddi til áþreifanlegs árangurs. Úttektinni átti að ljúka með skýrslu með tillögum sem Norræna ráðherranefndin um félags- og heilbrigðismál (MR-S) og Norræna embættismannanefndin um félags- og heilbrigðismál (EK-S) gætu notað til að þróa bæði núverandi samstarf og ný verkefni til næstu fimm til tíu ára.Úttektin er unnin af Árna Páli Árnasyni, fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann hefur, í kjölfar samtala við haghafa á sviði félagsmála innan og utan Norðurlanda, lagt fram skýrslu með 14 tillögum að því hvernig megi efla norrænt samstarf í félagsmálum.Skýrslan er ein í röð stefnumótandi úttekta á samstarfi til framtíðar hjá Norrænu ráðherranefndinni.  Fyrri slíkar stefnumótandi úttektir hafa fjallað um vinnu-, umhverfis-, löggjafar-, heilbrigðis- og orkumál. Úttektirnar eru liðir í umbótastarfi Norrænu ráðherranefndarinnar sem fram fer undir yfirskriftinni „Nyt Norden“.
Publication number
2018:824