Norræn málstofa á Åland Pride

26.08.20 | Viðburður
Norræna ráðherranefndin efnir til málstofu um heilsu og vellíðan meðal LGBTI-fólks.

Upplýsingar

Dates
26.08.2020
Time
18:00 - 19:45
Location

Mariehamns stadsbibliotek
Álandseyjar

Type
Námstefna

LGBTI-fólk hefur ekki sömu reynslu af heilbrigðiskerfinu og aðrir Norðurlandabúar. Oft mætir LGBTI-fólk þekkingarleysi ásamt því að fá ófullnægjandi meðferð hjá heilbrigðisyfirvöldum. Í mörgum norrænu landanna er markmiðið að draga úr ójöfnuði innan heilbrigðiskerfisins og tryggja að LGBTI-fólk sitji við sama borð og aðrir og hafi aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu.

Hvaða aðferðir getur norrænt samstarf stuðlað að því að þróa frekar? Hvað virkar vel og hvernig getum við bætt okkur?

Málstofan á Åland Pride er liður í málstofuröð sem fram fer á Norðurlöndum og sjálfstjórnarsvæðunum á haustmánuðum 2020. Sú þekking og reynsla sem aflað verður í málstofuröðinni verður tekin saman í grein sem Norræna ráðherranefndin mun nýta við áframhaldandi starf.


Dagskrá

18.00 Móttökuávarp frá Miu Hanström

18.05 Inngangsorð frá Gisle A. Gjevestad Agledahl

18.10 Hvernig upplifa eldri LGBTI-einstaklingar heilbrigðisþjónustu? (gegnum netið)
Janne Bromseth FRI – Foreningen for kjønns- og seksualitetsmangfold Norge

18.30 Hvaða áskorunum mætir transfólk í heilbrigðiskerfinu? (gegnum netið)
PHES - Föreningen för transpersoner Sverige

18.50 Pallborðsumræður:
Annika Hambrudd, mennta- og menningarmálaráðherra Álandseyja
Benjamin Sidorov, umboðsmaður sjúklinga á Álandseyjum
Mattias Koli, Regnbågsfyren rf
Lina Antman

19.30 Spurningar og athugasemdir úr sal

19.40 Sjónarmið ungmenna – hvað hafið þið upplifað, hvað þarf að gera?

19.45 Lok

Bein útsending

Vegna COVID-19 takmarkast fjöldi gesta við 60. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá málstofunni: