Fróðleiksmolar um Álandseyjar

Åland
Ljósmyndari
Freyja Finnsdóttir
Álandseyjarnar eru 6.757 talsins og liggja milli Svíþjóðar og Finnlands. Álendingar tala sænsku, en Álandseyjar eru hluti af Finnlandi.

Á þessu eyríki er gnótt af klettum og heiðasvæðum og miklir furuskógar. Tæplega 9% flatarmáls Álandseyja eru ræktanlegt land.

Íbúarnir eru um 30.000 og Álandseyjar eru minnstar af sjálfstjórnarsvæðunum þremur á Norðurlöndum. Þriðjungur íbúanna býr í höfuðstaðnum Maríuhöfn. Opinbert tungumál Álandseyja er sænska.

Álandseyjar eru hluti af lýðveldinu Finnlandi en hafa eigið löggjafarþing. Á þeim sviðum þar sem Álandseyjar hafa eigin löggjöf eru þær í raun eins og sjálfstæð þjóð.

Álandseyjar eru herlaust og hlutlaust svæði. Löggjafarþingið, svokallað Lögþing, er æðsta stjórnvald Álandseyja.

Álandseyjar eiga að aðild að Evrópusambandinu og nota evru sem gjaldmiðil, en eru með sérsamninga varðandi ákveðin mál: Til þess að hægt sé að halda áfram tollfrjálsri sölu á skipum sem sigla milli Finnlands og Svíþjóðar, sem er eyjunum mjög mikilvæg, standa Álandseyjar utan virðisaukaskattssamstarfs ESB.

Siglingar og ferjuumferð, ferðaþjónusta og vinnsla landbúnaðar- og sjávarafurða eru mikilvægar tekjulindir fyrir Álandseyjar.

Verg þjóðarframleiðsla nemur 36.200 evrum á hvern íbúa (2020).

Heildarflatarmál: 1.581 km2

Stöðuvötn og fallvötn: 27 km2

Þurrlendi: 1.553 km2

Ræktanlegt land og garðar: 140 km2

Skóglendi: 937 km2

Stærsta stöðuvatn: Östra og Västra Kyrksundet 2,6 km2

Hæsti punktur: Orrdalsklint 129 m

Landamæri: 0,5 km (landamærin að Svíþjóð við Märkets fyr)

Meðalhitastig í Mariehamn (2018): 7,1° C (hæst 31,2 °C, lægst -18,7 °C)

Meðalúrkoma í Maríehamn (2006): 546 mm

Íbúafjöldi 2020: 29,884 íbúar

Fjöldi höfuðborgarbúa 2017: Mariehamn (sveitarfélag) 11.565 íbúar

Þjóðhátíðardagur: 9. júní (Sjálfsstjórnardagurinn 9. júní 1922)

Stjórnarfar: Heimastjórn – hluti af lýðveldinu Finnlandi

Þing: Lögþingið (30 fulltrúar)

Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995 (ekki með í skattasambandi ESB)

Aðild að NATO: Nei

Þjóðhöfðingi (mars 2012): Sauli Niinistö, forseti

Forsætisráðherra (nóvember 2015): Veronica Thörnroos

Gjaldmiðill: Evra

Obinbert vefsvæði: www.aland.ax

Opinbert tungumál: Sænska