Staðreyndir um Ísland
Ísland er lýðveldi á eyju rétt sunnan við heimskautsbaug. Ísland á ekki landamæri að öðrum löndum en löndin sem eru næst Íslandi eru Grænland, Noregur og Stóra-Bretland.
Stjórnmál á Íslandi
Ísland er lýðveldi með forseta sem kjörinn er í beinni kosningu. Formlega séð velur forsetinn forsætisráðherra. Alþingi er æðsta stofnun Íslands.
Ísland á ekki aðild að ESB en er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Ísland á aðild að NATO.
- Þjóðhátíðardagur: 17. júní (lýðveldisdagurinn 17. júní 1944)
- Stjórnarfar: Lýðveldi
- Þing: Alþingi (63 sæti)
- Aðild að ESB: Nei
- Aðild að EES: Frá 1. janúar 1994
- Aðild að NATO: Frá 4. apríl 1949
- Þjóðhöfðingi: Guðni Th. Jóhannesson forseti
- Forsætisráðherra: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Íbúar á Íslandi
Á Íslandi eru um 390.000 íbúar. Meira en helmingur þeirra býr í höfuðborginni Reykjavík og á svæðinu í kringum höfuðborgina.
- Íbúafjöldi 2023: 387.758 íbúar
- Íbúafjöldi í Reykjavík 2023: 247.533
Íbúaþróun á Íslandi
Efnahagslíf á Íslandi
Fiskur og aðrar sjávarafurðir eru enn mikilvægasta tekjulind Íslendinga. Næst á eftir kemur útflutningur á áli og járnblendi. Á síðari árum hefur mikill vöxtur verið í greinum á borð við líftækni, hugbúnaði og ferðaþjónustu á Íslandi.
- Þjóðarframleiðsla á íbúa: 37.100 evrur (2020)
- Gjaldmiðill: Íslensk króna (ISK)
Landafræði Íslands
Ísland er 2,5 sinnum stærra en Danmörk. Aðeins rúmlega eitt prósent landsins er ræktanlegt. Stór hluti landsins er þakinn hraunbreiðum og jöklum.
- Heildarflatarmál: 103.492 km²
- Stöðuvötn og fallvötn: 2.656 km²
- Íslaus svæði: 92.692 km²
- Ræktanlegt land, og garðar: 1.290 km²
- Skógur: 1.907 km²
- Stærsta stöðuvatn: Þingvallavatn 82 km²
- Strandlengja: 6.088 km
- Hæsti tindur: Hvannadalshnúkur 2.110 metrar yfir sjávarmáli
Loftslag og umhverfi á Íslandi
Á Íslandi er úthafsloftslag sem mótast af köldum hafstraumum úr norðri og hlýjum golfstrauminum. Þetta gerir sumurin svöl og veturna milda. Meðalhiti í Reykjavík er +0,4°C í janúar og 12,5°C í júlí. Meðalhiti ársins er 5,5°C. Við norðurströndina og á hálendinu er heimskautaloftslag.
- Snæhetta og jöklar: 10.500 km²
- Meðalhitastig í Reykjavík (2021): 5,4°C (hæsti hiti 20,9°C, lægsti hiti -9,8°C)
- Meðalúrkoma í Reykjavík (2007): 890 mm
Meðalhiti í Reykjavík
Gráður á Selsíus
Íslenska
Íslenska er vestnorrænt tungumál sem talað er af um 300.000 manns, fyrst og fremst á Íslandi þar sem íslenskan hefur verið opinbert tungumál síðan 2011. Íslensku svipar mjög til hins norræna tungumáls sem talað var í Noregi fram um 1200. Íhaldsöm málstefna með áherslu á málrækt og nýyrðasmíð setur mark sitt á nútímaíslensku.
- Opinbert vefsvæði: www.iceland.is
- Opinbert tungumál: Íslenska
Langar þig að flytja til Íslands?
Ef þig langar að flytja til Íslands má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.
Langar þig að vita meira um Ísland og önnur norræn lönd?
Skýrslan State of the Nordic Region er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr tölfræði um lýðfræði, vinnumarkað, menntun og hagkerfi Norðurlanda.
Langar þig að sjá meiri tölfræði?
Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics database. Þar má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.
__________________________________________________________________________________________
1) Reykjavik, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.