Staðreyndir um Danmörku

Landamæri Danmerkur liggja að Svíþjóð í austri og Þýskalandi í suðri. Brúin frá stærstu eyju Danmerkur, Sjálandi, yfir Eyrarsund tengir Danmörku og Svíþjóð. Jótland sem er áfast meginlandi Evrópu tengir Danmörku við Þýskaland. Fjónn er þriðja stærst af dönsku eyjunum og tengir Sjáland og Jótland með brúm yfir Stórabelti og Litlabelti.
Stjórnmál í Danmörku
Danmörk er þingbundið konungsríki. Margrét II Danadrottning hefur ekki raunverulegt pólitískt vald, og er þingið, Folketinget, æðsta vald landsins. Danmörk er aðili að ESB en hefur haldið dönsku krónunni sem gjaldmiðli. Landið á einnig aðild að varnarsamstarfi NATO.
- Þjóðhátíðardagur: 5. júní (Grundlovsdag 5. júní 1849)
- Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki
- Þing: Folketinget (179 fulltrúar)
- Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1973
- Aðild að NATO: Frá 4. apríl 1949
- Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning
- Forsætisráðherra (júní 2019): Mette Frederiksen (Socialdemokratiet)
Íbúar Danmerkur
Danmörk þéttbýlast Norðurlanda með um 5,9 milljónir íbúa. Í og umhverfis höfuðborgina Kaupmannahöfn búa um það bil 1,3 milljónir manna.
- Íbúafjöldi 2023: 5.932.654
- Íbúafjöldi í höfuðborginni árið 2021: 1.336.982 (Kaupmannahöfn og nágrannasveitarfélög (1)
Íbúaþróun í Danmörku
Efnahagsmál í Danmörku
Mikilvægustu tekjulindir Danmerkur eru olía og aðrir orkugjafar, lyfjaiðnaður, landbúnaðarvörur, skipaútgerð og þjónusta við upplýsinga- og tölvugeirann.
- Þjóðarframleiðsla á íbúa: 40.400 evrur PPS (2020)
- Gjaldmiðill: Dönsk króna (DKK)
Landafræði Danmerkur
Danmörk er minnst Norðurlandanna fimm. Landið er álíka stórt og Finnmerkurfylki í Noregi. Hins vegar býr Danmörk yfir frjósömu ræktarlandi sem er nýtt til hins ítrasta.
- Heildarflatarmál: 43.561 km²
- Þurrlendi: 42.962 km²
- Ræktað land, garðyrkjusvæði og ávaxtaekrur: 25.329 km²
- Skóglendi og skógræktarsvæði: 5.294 km²
- Stöðuvötn og fallvötn: 671 km²
- Stærsta stöðuvatn: Arresø – 39,5 km2
- Hæsti tindur: Yding Skovhøj – 172,5 m.
- Strandlengja: 7.314 km
Loftslag og umhverfi í Danmörku
Í Danmörku er temprað loftslag en það felur í sér að oft er frost á vetrum og stundum snjór. Meðalhiti að sumri er um 16° C og að vetri 0,5° C. Mest er úrkoma í september, október og nóvember en minnst í febrúar og apríl.
- Meðalhiti í Kaupmannahöfn (2018): 10,4° C (hæsti hiti 33,1 °C, lægsti hiti -9,8 °C)
- Meðalúrkoma (1961 - 1990): 712 mm
- Meðalúrkoma í Kaupmannahöfn (2006): 823 mm
Meðalhiti í Danmörku
Gráður á Selsíus
Danska
Tungumálið í Danmörku er danska sem er eitt norðurgermönsku tungumálanna ásamt íslensku, færeysku, norsku og sænsku. Danska er rituð með latneska stafrófinu að viðbættum bókstöfunum æ, ø og å.
- Opinbert vefsvæði: www.denmark.dk
- Opinbert tungumál: Danska
Langar þig að flytja til Danmerkur?
Ef þig langar að flytja til Danmerkur má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.
Langar þig að vita meira um Danmörku og önnur Norðurlönd?
Skýrslan State of the Nordic Region er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr tölfræði um lýðfræði, vinnumarkað, menntun og hagkerfi Norðurlanda.
Langar þig að sjá meiri tölfræði?
Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics database. Þar má má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.
__________________________________________________________________________________________
1) Sveitarfélögin Kaupmannahöfn, Frederiksberg, Albertslund, Brøndby, Gentofte, Gladsaxe, Glostrup, Herlev, Hvidovre, Lyngby-Taarbæk, Rødovre, Tårnby og Vallensbæk ásamt þeim hlutum Ballerup, Rudersdal, Furesø, Ishøj og Greve Strand þar sem er íbúabyggð