Staðreyndir um Finnland

Finsk flag
Ljósmyndari
Søren Sigfusson/norden.org
Stöðuvötn og skógar einkenna víðerni Finnlands. Finnland er einnig þekkt fyrir menntakerfi sitt, Angry Birds, hönnun og Múmínálfana.

Í norðri liggja landamæri Finnlands að norrænu grannríkjunum Noregi og Svíþjóð en landamæri ríkjanna koma saman við Þriggjaríkjavörðuna, Treriksröset. Finnland á einnig landamæri að Rússlandi og landamæri í hafi að Eistlandi og Álandseyjum.

Stjórnmál í Finnlandi

Finnland er lýðveldi. Forsetinn er kjörinn í beinum kosningum og hefur raunveruleg völd í utanríkismálum, ESB-málum og hvað varðar helstu ákvarðanir í varnarmálum. Í öllum öðrum málum fer þingið með æðsta ákvörðunarvaldið.

Finnland á aðild að ESB og gjaldmiðill landsin er evra. Landið á aðild að NATO.

  • Þjóðhátíðardagur: 6. desember (sjálfstæðisdagur 1917)
  • Stjórnarfar: Lýðveldi
  • Þing: Riksdagen (200 fulltrúar)
  • Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995
  • Aðild að NATO: Frá 4. apríl 2023
  • Þjóðhöfðingi (mars 2024): Alexander Stubb, forseti
  • Forsætisráðherra (júni 2023): Petteri Orpo

Íbúar Finnlands

Í Finnlandi búa 5,5 milljónir manna. Af þeim býr um 1,1 milljón í og við höfuðborgina Helsinki.

  • Íbúafjöldi 2022: 5.548.241
  • Íbúafjöldi í höfuðborginni árið 2021: 1.197.125 (Höfuðborgarsvæðið) 1)

Íbúaþróun í Finnlandi

Efnahagsmál í Finnlandi

Skógariðnaður, tækniframleiðsla og málmiðnaður eru mikilvægustu tekjulindir Finnlands. 

  • Þjóðarframleiðsla á íbúa: 35.100 evrur (2020)
  • Gjaldmiðill: Evra

Landafræði Finnlands

Finnland er einnig kallað „þúsund vatna landið“ enda þekja stöðuvötn og ár 10% landsins. Þar eru einnig stórir skógar sem þekja næstum tvo þriðju hluta landssvæðisins og ekki nema rúmlega 6% landsins er ræktanlegt.

  • Heildarflatarmál: 338.430 km²
  • Þurrlendi: 303.890 km².
  • Stöðuvötn og fallvötn: 34.540 km²
  • Ræktanlegt land og garðar: 22.672 km²
  • Skógur: 227.690 km²
  • Stærsta stöðuvatn: Saimen 1.377 km²
  • Hæsti tindur: Halde fjall (Halti/Háldičohkku) 1.324 m
  • Strandlengja meginlandsins: 6.308 km

Loftslag og umhverfi í Finnlandi

Í suðurhluta Finnlands er temprað loftslag en í norðurhlutanum er loftslagið kaldtemprað.

  • Úrkoma í Helsinki (2005): 648 mm
  • Meðalhiti í Helsinki (2021): 6.6°C (hæsti hiti 28 °C, lægsti hiti −8,2 °C)

 

Meðalhiti í Helsinki

Tungumál í Finnlandi

  • Opinbert tungumál: Finnska og sænska (þjóðtungur)

Langar þig að flytja til Finnlands?

Ef þig langar að flytja til Finnlands má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.

Langar þig að vita meira um Finnland og önnur norræn ríki?

Skýrslan State of the Nordic region  er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr nýjustu tölfræði um lýðfræðiþróun, vinnumarkaðsþróun, menntun og hagkerfi Norðurlanda.

Langar þig að sjá meiri tölfræði?

Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics database. Þar má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.

Skýringar:

1) Helsinki, Esbo, Grankulla och Vanda.