Staðreyndir um Svíþjóð

Svíþjóð á landamæri að Noregi í vestri og Finnlandi í Norðlaustri. Strandlengja Svíþjóðar liggur að Danmörku, Noregi, Álandseyjum og Finnlandi.
Stjórnmál í Svíþjóð
Í Svíþjóð er þingbundin konungsstjórn. Karl Gústaf XVI konungur hefur ekkert raunveruleg pólitískt vald og er þingið, Riksdagen, æðsta vald landsins.
Svíþjóð er aðili að ESB en hefur haldið sænsku krónunni sem gjaldmiðli. Landið á ekki aðild að NATO.
- Þjóðhátíðardagur: 6. júní (nationaldagen)
- Stjórnarfar: Þingbundið konungsríki
- Þing: Riksdagen (349 fulltrúar)
- Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995
- Aðild að NATO: Nei
- Þjóðhöfðingi: Karl Gústaf XVI konungur
- Forsætisráðherra (október 2022): Ulf Kristersson (Moderaterna)
Íbúar Svíþjóðar
Svíþjóð er fjölmennasta ríki Norðurlanda með 10,3 milljónir íbúa. Næstum því 2,4 milljónir manna búa í Stokkhólmi og nágrenni. Norðurhluti landsins er strjálbýll.
- Íbúafjöldi 2021: 10.379.295 íbúa
- Íbúafjöldi í höfuðborginni 2021: 2.391.990 í Stokkhólmi (á höfuðborgarsvæðinu Stor-Stockholm) 1)
Íbúaþróun í Svíþjóð
Efnahagsmál í Svíþjóð
Mikill útflutningur er á vörum og þjónustu frá Svíþjóð. Helstu útflutningsvörur eru raftæki, vélar, bílar, pappír, járn og stál.
- Þjóðarframleiðsla á íbúa: 38.200 evrur (2020)
- Gjaldmiðill: Sænsk króna (SEK)
Landafræði Svíþjóðar
Sögulega skiptist Svíþjóð í þrjá landshluta, Svealand, Götaland og Norrland.
Stöðuvötn og fallvötn þekja nær 10% landrýmis í Svíþjóð. Í landinu eru einnig gífurlegir barrskógar, en þar eru þó einnig 27 þúsund ferkílómetrar ræktanlegs lands.
- Heildarflatarmál: 447.435 km² 2)
- Stöðuvötn og fallvötn: 40.124 km²
- Ræktað land og garðar: 25.970 km²
- Skóglendi og skógræktarsvæði: 280.640 km²
- Stærsta stöðuvatn: Vänern 5.648 km²
- Hæsti tindur: Kebnekaise 2.106 m
- Strandlengja meginlandsins: 11.530 km
- Landamæri: 2.205 km (landamæri að Finnlandi: 586 km, Noregi: 1.619 km)
- Snæhetta og jöklar: 283 km²
Loftslag og umhverfi í Svíþjóð
Loftslag Svíþjóðar endurspeglar legu landsins. Loftslag er temprað í stórum hlutum landsins en í nyrsta fjalllendinu er kaldtemprað loftslag.
- Meðalhiti í Stokkhólmi (2018): 8,8 °C (hæsti hiti 33,6 °C, lægsti hiti -13,8 °C)
Meðalhiti í Stokkhólmi
Tungumál í Svíþjóð
- Opinbert tungumál: Sænska (aðaltungumál)
- Opinber minnihlutatungumál: Finnska, meänkieli, samíska, rómaní og jiddíska
Langar þig að flytja til Svíþjóðar?
Ef þig langar að flytja til Svíþjóðar má alltaf hafa samband við Info Norden sem er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar.
Langar þig að vita meira um Svíþjóð eða önnur norræn ríki?
Skýrslan State of the Nordic region er gefin út annað hvert ár og veitir yfirgripsmikla og einstaka innsýn undir yfirborðið í norrænu ríkjunum. Í skýrslunni er unnið úr nýjustu tölfræði um lýðfræðuþróun, vinnumarkaðsþróun, menntun og hagkerfi Norðurlanda.
Langar þig að sjá meiri tölfræði?
Við höfum tekið saman mikið magn norrænna talnagagna sem máli skipta í gagnagrunninum Nordic Statistics database. Þar má má verða margs vísari um tölfræði ýmissa málaflokka á Norðurlöndum.
Skýringar:
1) Stokkhólmur, Upplands Väsby, Vallentuna, Österåker, Värmdö, Järfälla, Ekerö, Huddinge, Botkyrka, Salem, Haninge, Tyresö, Upplands-Bro, Nykvarn, Täby, Danderyd, Sollentuna, Södertälje, Nacka, Sundbyberg, Solna, Lidingö, Vaxholm, Norrtälje, Sigtuna og Nynäshamn.
2) Að meðtöldum stærstu stöðuvötnum, en að frátöldu svæðinu frá strandlengjunni að landhelgislínunni, 81.502 km².