266. Lilja Dögg Alfreðsdóttir (Hovedindlæg)

Upplýsingar

Speech type
Framsöguræða
Speech number
266
Speaker role
Islands kulturminister
Date

Herra forseti. Ég legg hér fram, fyrir hönd ráðherranefndar um menntamál og rannsóknir, ráðherranefndartillögu um norræna fjármögnun samstarfsstofnana. Tillagan varðar fjórar samstarfsstofnanir ráðherranefndarinnar um menntamál og rannsóknir. Þær eru: Norræna kjarneðlisfræðistofnunin, Norræna sjóréttarstofnunin, Norræna stofnunin um Asíurannsóknir og Norræna eldfjallasetrið. Tillagan byggist á grunnvinnu sem unnin var í samráði við umræddar samstarfsstofnanir, skóla sem þær hýsa, hlutaðeigandi ráðuneyti í löndunum, fjárhagshóp Norðurlandaráðs og norræna rannsóknarráðið.

Tillögunni er ætlað að auka áhrif og sveigjanleika rannsóknarsamstarfsins en um leið efla umræddar stofnanir. Samvinna á sviði rannsókna skiptir löndin miklu máli og er jafnframt mikilvægur þáttur í opinberu samstarfi norrænu ráðherranefndarinnar. Tillagan gengur í stuttu máli út á að flytja fjárveitingar umræddra samstarfsstofnana yfir til norræna rannsóknarráðsins frá og með fjárhagsárinu 2021. Á yfirfærslutímabilinu, frá 2021–2023, fjármagnar ráðið stofnanirnar með nýjum rammasamningum. Fjárveitingar til stofnana haldast óbreyttar á því tímabili og aðlögunin fyrir þær verður mun betri en áður var.

Ég vil segja við þennan ágæta hóp að ég var ekki ánægð með aðdragandann að því hvernig við vorum að minnka fjárveitingar til þessara stofnana sem höfðu áratugahefð í rannsóknarstarfi. Þetta eru allt norrænar stofnanir sem skipta okkur máli og þess vegna beitti ég mér persónulega fyrir því að við færum í þessa vegferð. Það er mjög mikilvægt að það sé pólitískt eignarhald á þeim stefnum sem ráðherrar hrinda í framkvæmd. Á þessu yfirfærslutímabili sem við unnum að í sameiningu gefst samstarfsstofnunum og háskólum sem þær hýsa tækifæri til að auka norrænan virðisauka og kanna leiðir til frekari fjármögnunar, bæði heima fyrir og á evrópskum vettvangi. Frá og með árinu 2024 er               norræna rannsóknarráðinu falið að bjóða upp á stofnanaáætlun sem mun koma til viðbótar við aðra fjármögnun rannsókna og hæfir starfsemi umræddra samstarfsstofnana. Markmiðið með stofnanaáætluninni verður að greiða fyrir langtímarannsóknum sem skapa norrænan virðisauka. Það fellur í hlut stjórnar norræna rannsóknarráðsins að ákveða nánari útfærslu áætlunarinnar, þar á meðal úthlutunarreglur. Við undirbúning áætlunarinnar er rannsóknarráð þó að leita ráðgjafar hjá samtökum norrænna háskóla.

Ég hvet okkur öll sem hér erum inni til að fylgjast náið með þróuninni, að þetta yfirfærslutímabil gangi vel, að við stöndum vörð um þennan norræna virðisauka og áttum okkur á því hvað þessar stofnanir hafa gert fyrir norrænt rannsóknarsamstarf. Við viljum að þetta sé í alþjóðlegum rannsóknarsjóðum en við megum líka halda í gildi og norrænar stofnanir sem hafa sinnt þessu starfi vel. Ég hvet okkur öll sem hér erum inni til að kynna okkur það vel og huga að því, þegar svona breytingar eru að eiga sér stað, að það gerist á einhverjum árum en ekki á stuttum tíma eins og áður var. Ég þakka norrænu ráðherranefndinni kærlega fyrir að hafa tekið málið og unnið það betur eins og ég taldi að mikil þörf væri á. Ég veit að þessar samstarfsstofnanir, sem ég nefndi hér í upphafi, Norræna kjarneðlisfræðistofnunin, Norræna sjóréttarstofnunin, Norræna stofnunin um Asíurannsóknir og Norræna eldfjallasetrið, eru sáttar við það hvernig við fórum í þetta og þess vegna held ég að þetta verði mun betra en áður á horfðist.

Skandinavisk oversættelse:

Hr. præsident. Jeg fremlægger på vegne af ministerrådet for uddannelse og forskning et ministerrådsforslag om samarbejdsorganernes nordiske finansiering. Forslaget gælder fire samarbejdsorganer under ministerrådet om uddannelse og forskning. De er: Nordisk Institut for Teoretisk Fysik, Nordisk Institut for Søret, Nordisk Institut for Asienstudier og Nordisk vulkanologisk institut. Forslaget bygger på et beslutningsgrundlag, der blev udarbejdet efter dialog med berørte samarbejdsorganer, deres værtsuniversiteter, ansvarlige ministerier i de nordiske lande, Nordisk Råds budgetgruppe og NordForsk.

Ambitionen med dette forslag er at øge forskningssamarbejdets relevans og fleksibilitet samt at forstærke de berørte samarbejdsorganer. Forskningssamarbejdet er vigtigt for de nordiske lande, og det er også et vigtigt led i det officielle samarbejde i Nordisk Ministerråds regi. Forslaget går kort beskrevet ud på at overføre samarbejdsorganernes budgetmidler til NordForsk fra og med budgetåret 2021. I overgangsperioden 2021-2023 finansierer NordForsk organerne via en ny rammeaftale. Organernes finansiering forbliver under denne periode den samme som i dag, og tilpasningen for dem bliver en del bedre end tidligere.

Jeg vil gerne sige til denne udmærkede forsamling, at jeg ikke er tilfreds med baggrunden for, at vi nu reducerer bevillinger til disse organer, som har årtiers lang historie inden for forskningsarbejdet bag sig. Der er tale om nordiske institutioner, som er vigtige for os, og derfor stillede jeg mig personligt i spidsen for, at vi indledte denne proces. Det er særdeles vigtigt, at der findes et politisk ejerskab for de strategier, som ministrer fører ud i livet. Den overgangsperiode, som vi arbejdede for i fællesskab, giver samarbejdsorganerne og deres værtsuniversiteter mulighed for at skabe øget nordisk merværdi og undersøge muligheder for øget national og europæisk finansiering. Fra og med 2024 skal NordForsk tilbyde et institutionsprogram som et supplement til øvrig forskningsfinansierende virksomhed, og som er relevant for samarbejdsorganernes virksomhed. Målet med institutionsprogrammet bliver at facilitere langsigtet forskningsvirksomhed, der skaber nordisk merværdi. NordForsks styrelse skal beslutte den nærmere udformning af programmet, herunder bedømmelseskriterierne. NordForsk skal rådføre sig med Nordisk Universitetssamarbejde ved udvikling af programmet.

Jeg opfordrer alle os, der er tilstede, til at følge udviklingen tæt, så overgangsperioden forløber fint, at vi står vagt om denne nordiske merværdi og indser, hvad disse organer har tilført det nordiske forskningssamarbejde. Vi ønsker, at dette sker i internationale forskningsfonde, men vi kan også bevare de værdier og de nordiske samarbejdsorganer, der har varetaget dette arbejde på en god måde. Jeg opfordrer alle os, der er tilstede, til at sætte os godt ind i det og tage højde for, når sådanne ændringer finder sted, at de sker i løbet af en årrække og ikke på lige så kort tid, som før. Jeg vil takke Nordisk Ministerråd hjerteligt for at tage sagen op og forbedre processen, sådan som jeg anså, at der var stort behov for. Jeg ved, at de samarbejdsorganer, jeg nævnte indledningsvis, Nordisk Institut for Teoretisk Fysik, Nordisk Institut for Søret, Nordisk Institut for Asienstudier og Nordisk vulkanologisk institut, er indforståede med, hvordan vi greb sagen an, og derfor tror jeg, at dette bliver meget bedre, end det så ud til.