402. Kolbeinn Óttarsson Proppé (Indlæg)
Upplýsingar
Forseti. Ég stóðst ekki mátið að taka aðeins þátt í þessari umræðu þó að Freddy hafi farið vel yfir afstöðu okkar norrænna vinstri grænna. Ég held að þetta sé mjög góð tillaga og það er mjög mikilvægt að við mótum okkur stefnu í þessum málum. Hér var aðeins minnst á að fljúga ekki sem stjórnmálamaður árið 2020 og ég held að við sem stjórnmálamenn þurfum öll að horfast í augu við okkar eigið kolefnisspor. Hér erum við væntanlega mörg á leið í flug á eftir, ég veit ekki hvernig verður með Norðurlandaráðsþing á Íslandi sem er 2020, hvernig fólk hyggst komast þangað nema fljúgandi. Eðlilega verða alltaf einhverjar undantekningar á þessu en ég held að við verðum öll að horfast í augu við þetta og kannski Norðurlandaráð þurfi sem heild að setjast aðeins yfir sitt starf, hvernig það er skipulagt. Kannski getum við á einhvern hátt dregið úr þessu öll saman. Ég hef líka velt því fyrir mér með flugfélögin sjálf, sem ýta í raun og veru undir mikið flug, og eðlilega eins og hver önnur fyrirtæki á markaði, þannig að þau sem fljúga mest safna punktum og fá bestu þjónustuna, sitja í Saga Lounge og einhverju slíka. Þannig að þau sem menga mest fá bestu þjónustuna en þau sem fljúga örsjaldan, og menga því minnst, fá verstu þjónustuna, borga jafnvel hæsta verðið. Ætti þetta kannski ekki að vera akkúrat öfugt, að þau sem fljúga kannski einu sinni á ári eða á tveggja til þriggja ára fresti ættu að fá bestu þjónustuna af því að þau menga minnst? Við hin sem erum alltaf að fljúga ættum kannski að fá verstu þjónustuna, sitja á trébekkjum og drekka vatn og naga hart brauð.
Skandinavisk oversættelse:
Ärade president. Jag kunde inte låta bli att säga några ord i den här diskussionen, även om Freddy har redogjort bra för våra ståndpunkter inom Nordisk grön vänster. Jag tror att det är ett mycket bra förslag och att det är mycket viktigt att vi formulerar en strategi för detta. Det har påpekats en del att man som politiker inte borde ta flyget år 2020, och jag tror att vi som politiker måste se sanningen i vitögat när det gäller vårt eget koldioxidavtryck. Jag antar att många av oss kommer att ta flyget senare i dag, och jag vet inte hur det blir med Nordiska rådets session på Island under 2020, hur man har tänkt resa dit utan att flyga. Undantag kommer naturligtvis alltid att finnas, men jag tror att vi måste alla erkänna problemet och kanske måste Nordiska rådet som helhet se över sin verksamhet, hur den organiseras. Kanske kan vi alla på något sätt minska på det här. Jag har också funderat över själva flygbolagen, som ju verkar för mer flyg, helt naturligt precis som alla andra företag i en marknadsekonomi, genom att de som flyger mest samlar poäng och får bättre service, sitter i Saga Lounge eller något liknande. Då blir det så att de som förorenar mest får bäst service medan de som flyger ytterst sällan, och därför förorenar minst, får sämre service och betalar till och med ibland de högsta priserna. Jag undrar om det inte borde vara precis tvärtom, borde inte de som kanske flyger en gång om året eller vartannat eller vart tredje år få bäst service eftersom de förorenar minst? Vi andra som tar flyget hela tiden borde kanske få den sämsta servicen, sitta på träbänkar och dricka vatten och gnaga på torrt bröd.