Anders Hillborg

Ljósmyndari
Mats Lundqvist
Anders Hillborg tónskáld er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir verkið „Cellokonsert“ (2020).

Í eins þáttar sellókonsert sínum frá 2020 sýnir Anders Hillborg (f. 1954) á 28 mínútum hið fjöruga samband milli hluta og heildar með löngum línum sem saman framkalla áhrif svipuð eldgosi, líkt og eimaður kjarni norrænnar náttúru.

 

Fyrstu hljómar verksins móta kirkjulega boga sem verða að fjölradda línum að hætti endurreisnarinnar, líkt og þar ómi í senn sálmur og alþýðlega angurværir tónar sem minna á harðangursfiðlu. Hér tekur Hillborg innileika og sál sellóhljómsins föstum tökum og lætur hljóðfærið svífa með strokum bogans í ástandi algers friðar, til þess eins að fara síðan í eltingarleik við hluta hljómsveitarinnar í ofsafengnum köstum sem minna á sólargeisla á vegg; áhrifaríkt og fágað. Sellópartur verksins er bæði ljóðrænn og tæknilega flókinn og krefst því mikillar leikni, ríkrar tjáningar og hnitmiðaðra tímasetninga. Taktdrifnir kaflarnir, sem eru einkennandi fyrir Hillborg, kalla einnig á hárnákvæmt samspil einleikara og hljómsveitar. 

 

Tónskáld sem semja heildstæðan konsert á borð við þennan gefa okkur hlustendunum þá gjöf að máta okkur við annars konar líðan, að gleyma, að muna, að staldra við og gera það sem við manneskjurnar erum skapaðar til að gera: að skynja.