Andkristur

Sálfræðihrollvekja Lars von Trier, Andkristur, sem fjallar um sektarkennd, þjáningu og kvenvonsku, var kvikmynduð á meðan að leikstjórinn barðist við mikið þunglyndi. Gamall vinur hans og kvikmyndatökumaður, Óskarsverðlaunahafinn Anthony Dod Mantle, aðstoðaði hann við að koma sýnum hans á mynd.

Kvikmyndin Andkristur var kynnt á opinberu kvikmyndahátíðinni í Cannes, Cannes International Film Festival, 2009 og vakti hún skelfingu hjá áhorfendum og varð umtalaðasta kvikmyndin á hátíðinni. Sumir kölluðu hana meistaraverk, aðrir gagnrýndu hana fyrir að vera meðvitað ögrandi og með myndinni væri gengið of langt.   Kvikmyndin hlaut ein verðlaun; Charlotte Gainsbourg var valin besta leikkonan. Kvikmyndin hefur verið seld til rúmlega 30 landa, þar með talið bæði Bandaríkjanna og Bretlands sem keyptu hana í Cannes, sýningar eru þegar hafnar á myndinni í sex löndum.

Ágrip

Hjón lenda í miklum erfiðleikum og konan fær ofsaleg kvíðaköst.  Með það að markmiði að græða brostin hjörtu þeirra og erfitt hjónaband, fara þau til „Eden“ afskekkts bústaðar sem þau eiga úti í skógi. En dvölin verður undarlegri og hryllilegri en þau gætu nokkurn tíma hafa ímyndað sér þegar náttúran tekur völdin og allt verður enn verra en áður. Það reynir verulega á samband þeirra og þau neyðast til að takast á við sjálf sig og ótta sinn.

Leikstjóri/handritshöfundur – Lars von Trier

Lars von Trier, einn af upphafsmönnum dönsku Dogma stefnunnar í kvikmyndagerð á tíunda áratug síðustu aldar, er einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnum Evrópu.

Hann fæddist í Danmörku árið 1956, útskrifaðist frá Danska kvikmyndaskólanum árið 1983, og árið eftir gerði hann fyrstu kvikmyndina, sem hlaut viðurkenningu, The Element of Crime. Meðal nýjustu verka hans eru;   Dogville (2003), Manderlay (2005) and The Boss of it All (2006). Lars von Trier er fastagestur á kvikmyndahátíðinni í Cannes, hann hefur unnið þar til fjölda verðlauna, meðal annars verðlauna dómnefndar, Grand Prix du Jury, fyrir kvikmyndina Breaking the Waves (1996) og gullna pálmann, Palme d'or, fyrir Dancer in the Dark  (2000). Sem handritshöfundur, hefur hann starfað með Thomas Vinterberg við gerð myndarinnar Dear Wendy  og Jacob Thuesen við gerð myndarinnar The early Years-Erik Nietzxche Part 1,  en sú mynd var framlag Danmerkur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008.

Framleiðandi - Meta Louise Foldager

Meta Louise Foldager fæddist árið 1974 og nam kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Sem framleiðandi hjá Nimbus Film á árunum 2002 til 2005 vann hún með Nikolaj Arcel við gerð myndarinnar King's Game, Island of Lost Souls og Ole-Christian Madsen við gerð myndarinnar Angels in Fast Motion.

Hún hóf störf hjá Zentropa í janúar 2006, sérstaklega til að framleiða kvikmyndir Lars von Trier, en hún tók við af Vibeke Windeløv. Hún hefur síðan framleitt The Boss of it All og Andkrist. Aðrir danskir kvikmyndaframleiðendur sem hún hefur nýlega starfað með eru meðal annarra Morten Hartz Kaplers (AFR), sem hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2007 og Pernille Fischer Christensen (Dancers). Næsta kvikmynd sem hún framleiðir verður  mynd Arcel A Royal Affair.

Mikilvægar upplýsingar um framleiðslu

Frumtitill - Antichrist

Leikstjóri - Lars von Trier

Handritshöfundur - Lars von Trier

Aðalhlutverk - Charlotte Gainsbourg, Willem Dafoe

Framleiðandi - Meta Louise Foldager

Framleiðslufyrirtæki - Zentropa

Lengd kvikmyndarinnar - 104 min

Danskur dreifingaraðili - Nordisk Film

Sala á alþjóðamarkaði - TrustNordisk