Apocalyptica

Apocalyptica
Photographer
Ville Juurikkala
Þungarokkssellósveit

Apocalyptica er sinfónísk þungarokks-og sellóhljómsveit sem stofnuð var árið 1993 af fjórum klassískt menntuðum sellóleikurum við Síbelíusar-akademíuna sem langaði til að leika ábreiður af Metallica-lögum. Síðar byrjuðu þeir að semja eigin lög þar sem þeir blönduðu saman þungarokki og klassískri tónlist og bættu við söng og ásláttarhljóðfærum.

Apocalyptica hefur haldið meira en fimm hundruð tónleika í meira en sextíu löndum í öllum heimsálfum og hefur verið helsta tónlistarútflutningsvara Finna í næstum tvo áratugi. Í fyrra fóru þeir í fyrsta sinn í tónleikaför með Avanti!-kammersveitinni og fluttu nýjasta verk sitt, „Apocalyptic Symphony“, á fjórtán tónleikum í sex löndum.

Í dagskrá Sellótvíæringsins í Amsterdam 2014 er stöðu Apocalypticas í dag lýst svo í stuttu máli: „Þungarokkssveitin Apocalyptica er vinsælasta sellósveit heims. Finnska sveitin Apocalyptica tryllir heila íþróttaleikvanga, hún hefur gríðarlegan fjölda aðdáenda og fyrir marga er hún fyrsta skrefið í átt að eilífu ástarsambandi við sellóið.“

Núverandi hljómsveitarmeðlimir: Eicca Toppinen, Paavo Lötjönen og Perttu Kivilaakso – selló, Mikko Sirén – trommur.