FIGURA Ensemble

FIGURA Ensemble
Photographer
Niels Hougaard
FIGURA Ensemble er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Meðlimir FIGURA eru Helene Gjerris (mezzósópran), Anna Klett (klarinettuleikari), Jesper Egelund (kontrabassaleikari), Frans Hansen (slagverksleikari), Peter Bruun (tónskáld), Filippa Berglund (arkitekt og leikmyndahönnuður) og Ursula Andkjær Olsen (ljóðskáld).

Á tuttugu og fjögurra ára ferli hefur stöðug þróun átt sér stað í stúdíu hópsins á tónlistinni og möguleikum hennar til að auðga líf áheyrenda á öllum aldri. Meðlimir hafa skilning á ljóðrænni iðkun sem þrífst á víxlverkun innblásturs og þeirrar reynslu sem miðlað er áfram. Listinn yfir verkefni þeirra, þvert á tónlistar- og listgreinar, er bæði langur og metnaðarfullur. FIGURA er löngu orðin að stofnun í dönsku tónlistarlífi, en í áralöngu starfi í hæsta gæðaflokki hefur hópurinn náð að viðhalda bæði nýjungagirni sinni og erindi við samtímann.

FIGURA Ensemble hefur tryggt sér sess á sviði nútíma tónleiklistar með frumflutningi fjölda rómaðra verka, m.a. MIKI Alone (eftir Peter Bruun), The Motion Demon (eftir Steingrím Rohloff) og Kabaret (eftir Per Nørgård, Rasmus Zwicki, Anders Brødsgaard, Hanns Eisler og Kurt Weill). Hópurinn stóð að verðlaunaverkefninu Små komponister, skapandi tónsmíðavinnustofum fyrir börn, og árið 2009 hlaut hann Reumert-verðlaun fyrir barnasýningu ársins ásamt Corona la Balance fyrir Historien om en mor. Undanfarin átta ár hefur FIGURA staðið fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri hátíð, FIGURA Festspiele.