Framhaldslíf (Efterskalv) – Svíþjóð

Actionbild från Efterskalv (Sverige) - Ulrik Munther
Photographer
Łukasz Żal
Framhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn er tímalaus kvikmynd sem kemur áhorfandanum á óvart með því að tefla sígildum siðferðislegum spurningum fram með óvæntum hætti.

Líkt og Boðorðin tíu eftir Krzysztof Kieślowski fjallar Framhaldslíf um gangverk ofbeldisins og hversdagslegar birtingarmyndir þess á lágstemmdan og kraftmikinn hátt, með myndatöku sem sýnir bæði landslag og einstaklinga í prísund víðáttumikillar auðnar. Stíllinn er þéttur og sjónrænn og fer vel við frásögn þar sem hið ósagða hefur sömu vigt og knöpp samtöl persónanna. Ennfremur stuðlar viðkvæmt samspil milli persóna feðganna í myndinni að því að Framhaldslíf er óvenju þroskuð frumraun sem þegar hefur yfirbragð sígilds verks.

Ágrip

John snýr heim til föður síns að lokinni fangelsisvist, fullur eftirvæntingar yfir því að hefja nýtt líf. Það kemur þó á daginn að nærsamfélagið hefur hvorki gleymt glæp hans né fyrirgefið honum. Nærvera Johns kallar fram verstu hliðar samferðafólks hans og smám saman fer andrúmsloftið að minna á nornaveiðar. John finnst hann yfirgefinn af vinum og vandamönnum, fyllist vonleysi og árásarhneigðin sem kom honum í fangelsið lætur aftur á sér kræla. Fyrst hann getur ekki lagt fortíðina að baki ákveður hann að bjóða henni birginn.

Rökstuðningur dómnefndar

Framhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn er tímalaus kvikmynd sem kemur áhorfandanum á óvart með því að tefla sígildum siðferðislegum spurningum fram með óvæntum hætti.

Líkt og Boðorðin tíu eftir Krzysztof Kieślowski fjallar Framhaldslíf um gangverk ofbeldisins og hversdagslegar birtingarmyndir þess á lágstemmdan og kraftmikinn hátt, með myndatöku sem sýnir bæði landslag og einstaklinga í prísund víðáttumikillar auðnar. Stíllinn er þéttur og sjónrænn og fer vel við frásögn þar sem hið ósagða hefur sömu vigt og knöpp samtöl persónanna. Ennfremur stuðlar viðkvæmt samspil milli persóna feðganna í myndinni að því að Framhaldslíf er óvenju þroskuð frumraun sem þegar hefur yfirbragð sígilds verks.

Handitshöfundur/leikstjóri – Magnus von Horn

Magnus von Horn fæddist árið 1983 í Gautaborg og stundaði nám við Polish National Film School í Łódź í Póllandi. Meðan hann var enn í námi var stuttmynd eftir hann, Echo (2010), sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni og var einnig valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Kraká í Póllandi. Útskriftarverkefni hans, myndin Utan snö (2011), var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss og var tilnefnd til hinna sænsku Guldbagge-verðlauna í flokki stuttmynda. 
Framhaldslíf, fyrsta myndin sem von Horn leikstýrði í fullri lengd, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015. Myndin hefur hlotið boð á yfir 60 alþjóðlegar hátíðir og fjölda viðurkenninga, m.a. þrjú Guldbagge-verðlaun; sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og besta leikara í aukahlutverki (Mats Blomgren). 

Magnus von Horn starfar einnig sem kennari við kvikmyndaskólann í Łódź.

Framleiðandi Madeleine Ekman

Madeleine Ekman (f. 1965) stundaði kvikmyndanám við Stokkhólmsháskóla áður en hún útskrifaðist frá kvikmyndaskólanum í Stokkhólmi árið 1994. Að lokinni útskrift vann hún í nokkur ár við framleiðslustjórn og aðstoðarleikstjórn hjá auglýsingaframleiðandanum Traktor, áður en hún hóf að starfa við kvikmyndir í fullri lengd ásamt leikstjórum á borð við Jan Troell, Lukas Moodysson, Lisu Siwe og Daniel Bergman.

Árið 2006 var hún ráðin af Memfis Film til að sjá um myndir fyrirtækins í kvikmyndaverinu í Trollhättan í Svíþjóð, svo sem Mammoth eftir Lukas Moodysson.

Frá árinu 2009 hefur Ekman gegnt stöðu framkvæmdastjóra og framleiðanda hjá Zentropa í Svíþjóð. Hún framleiddi meðal annars myndina Happy End eftir Björn Runge (2011) sem var verðlaunuð fyrir bestu kvikmyndatöku á hátíðinni í San Sebastián (Ulf Brantås) og hlaut hin sænsku Guldbagge-verðlaun fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki (Anna Petrén). Framhaldslíf eftir Magnus von Horn sló í gegn á Guldbagge-verðlaunahátíðinni árið 2016 og hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn.

Ekman hefur einnig framleitt sjónvarpsþáttaröðina Hashtag fyrir stöðina SVT Play ásamt nýrri samstarfskonu sinni hjá Zentropa, Lizette Jonjic. Ekman hefur meðframleitt nærri 20 myndir, svo sem AntichristEn kongelig affæreJagtenEn chance tilKommunen og Wolf and Sheep , en sú síðastnefnda var valin til sýningar á Directors’ Fortnight á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016. Á meðal næstu verkefna Ekman sem meðframleiðanda er Min kamp í leikstjórn Alexanders Payne.

FRAMLEIÐSLUUPPLÝSINGAR

Titill á frummáli: Efterskalv

Leikstjóri: Magnus von Horn
Handritshöfundur: Magnus von Horn

Framleiðandi: Madeleine Ekman

Framleiðslufyrirtæki: Zentropa International Sweden

Aðalhlutverk: Ulrik Munther, Loa Ek, Mats Blomgren, Wiesław Komasa

Lengd: 102 mínútur.

Dreifing innanlands: TriArt

Alþjóðleg dreifing: TrustNordisk

Fulltrúar dómnefndar

Jannike Åhlund, Jon Asp, Kristina Börjeson