Fredrik Högberg

Fredrik Högberg
Photographer
Marco Feklistoff
„Ice Concerto” eftir Fredrik Högberg

Fredrik Högberg, ph. lic. (fæddur 1971) nam hjá Jan Sandström við Tónlistarháskólann í Piteå (1990-1997). Á þessu tímabili starfaði hann sem aðstoðarmaður Sandströms auk þess sem hann kenndi tónsmíðar. Fredrik Högberg hefur verið heillaður af tækninýjungum og upplýsingatæknin hefur á köflum verið honum sérstaklega hugleikin. Fredrik Högberg ólst upp á póstmódernísku tímabili tónlistarlega séð og í verkum sínum fléttar hann saman ryþmann úr rokki og poppi við nærgætna tjáningu nýklassískra og rómantískra tímabila. Hann leyfir hinu frumstæða að mæta hinu framúrstefnulega með litríkum, hlýjum og oft ómótstæðilegum húmor. Verk hans eru samin fyrir hljómsveitir, konserta, kammermúsík og fleira. Verk Fredrik Högbergs hafa verið flutt og tekin upp af hljómsveitum um allan heim og af fremstu einleikurum í heimi eins og til að mynda Niklas Sivelöv, Martin Fröst, Isabelle van Keulen, Malena Ernman, Christian Lindberg, Nils Landgren, Ole Edvard Antonsen, Håkan Hardenberger og Øystein Baadsvik. Högberg býr í gömlu dómshúsi í Nyland við Höga kusten í Svíþjóð.