Hamferð

Hamferð
Ljósmyndari
Hamferð
Tilnefnd fyrir verkið „Támsins likam“

Færeyska doom-hljómsveitin Hamferð gaf út tvo diska á árunum 2010 og 2013 en lýkur nú þríleiknum tæpum áratug síðar með verkinu Támsins likam. Á nýja diskinum eru sex lög sem mynda eina heild. Hamferð tekst að flétta gamla færeyska söngvahefð inn í nútímalega tónlistartjáningu. Í Támsins likam ná tónlistargáfa og tækni hljómsveitarinnar nýjum hæðum í tónlist sem höfðar til mun breiðari hóps en vanur er að hlýða á doom-tónlist.

Frá því að diskurinn kom út í byrjun árs hefur Hamferð haldið tónleika víða í Evrópu og hlotið góðar undirtektir. Dómur margra er að Támsins likam sé stórbrotið meistaraverk.