Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Vinnare av Nordiska rådets barn och ungdommslitteraturpris 2017
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
„Djur som ingen sett utom vi“ („Dýr sem enginn hefur séð nema við“, óþýdd) eftir sænska höfundinn Ulf Stark og finnska myndskreytinn Lindu Bondestam hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2017.

Ekkja Ulfs Stark, Janina Orlov, og Linda Bondestam tóku við verðlaununum við verðlaunaathöfn Norðurlandaráðs í Finlandia-húsinu í Helsinki þann 1. nóvember.

Rökstuðningur dómnefndar:

Djur som ingen sett utom vi er afurð norrænnar samvinnu eins og hún gerist allra best. Í sameiningu hafa Ulf Stark rithöfundur og Linda Bondestam myndabókahöfundur skapað alveg einstaka bók. Litskrúðugar myndskreytingarnar og hin gagnorðu og dapurlegu ljóð um dýrin sem enginn þekkir mynda heild þar sem hinstu rök tilverunnar eru undir. Ulf Stark, sem hlýtur verðlaunin að sér látnum, hefur lagt alla sína lífsspeki í textana í bókinni. Þeir eru þannig eins konar bókmenntaleg erfðaskrá, en í textunum er jafnframt horft fram á veginn af miklu umburðarlyndi. Myndskreytingar Lindu Bondestam með djúprauðum himni og ákaflega blágrænum skógum, hafi og fjöllum, vitna um listamann sem tekst að hitta á hinn rétta tón skýrleika í hverju verki. Hér er á ferðinni mikilfengleg ljóðræna og stórkostleg myndlist í verki sem er heilsteypt, undursamlegt og fullt af lífsþrótti.