Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018

Vinneren av Nordisk Råds Barne- og ungdomslitteraturpris 2018

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018: Bárður Oskarsson. 

Photographer
Johannes Jansson
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 hlýtur Bárður Oskarsson frá Færeyjum fyrir myndabókin Træið.

Myndabókin Træið eftir Bárð Oskarsson hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Það var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Óperunni í Ósló. Bárður Oskarsson hlýtur verðlaunin fyrir frásögn sem þorir að fara sér hægt, í veruleika sem einkennist af stöðugu áreiti.

Rökstuðningur dómnefndar

Á tímum sem markast af kröfu um síaukinn hraða í samfélaginu höfum við valið að verðlauna frásögn sem þorir að fara sér hægt. Veruleiki fólks í dag einkennist af stöðugu áreiti. Við höfum valið verk þar sem skemmtilegri og djúpviturri frásögn er komið til skila með fáum orðum og einföldum myndum. Bókin er sannkallað listaverk og greinilegt að höfundurinn treystir lesendum til að kunna að undrast og hugsa sjálfstætt. Spjall tveggja vina skilur eftir sig vangaveltur um hvort maður geti látið sér nægja frásagnir af reynslu annarra, eða verði kannski að leggja eitthvað í sölurnar til að svala forvitninni og komast að því hvað leynist bak við ystu sjónarrönd. Í myndabókinni Træið beitir Bárður Oskarsson ýmsum smáatriðum og blæbrigðum til að skapa óvenju ánægjulega lestrarupplifun fyrir bæði börn og fullorðna. Hann hlýtur því verðlaunin í ár.