Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

Kristin Roskifte

Vinnare av Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2019: Kristin Roskifte, Norge

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019 hlýtur Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte frá Noregi.

Rökstuðningur dómnefndar

Verðlaunabókin í ár hefur dálítið torræðan titil. Hann vísar öðrum þræði til þess að bókin fellur í flokk barnabóka sem kenna börnum tölustafi og innihalda gjarnan ríkulegar myndskreytingar, en hefur einnig aðra og mikilvægari merkingu: að allir teljist með og hafi vægi; að allt fólk sé einstakt og einhvers virði. Myndum af litríkum persónum fer fjölgandi með hverri síðu. Í fyrstu sjáum við einn strák sem horfir upp til stjarnanna og að lokum þúsund manns sem virða fyrir sér sjaldséða halastjörnu. Þó að teikningarnar séu stílhreinar og persónurnar margar hefur hver þeirra einstaklingsbundin sérkenni sem gera lesandanum kleift að þekkja hana aftur. Ein af annarri birtast persónurnar í ýmiss konar ólíku samhengi og umhverfi, hver með sitt eigið, einstaka líf. Texti bókarinnar er bæði ljóðrænn og kíminn, kveikir forvitni lesandans og styður við túlkun hans á myndskreytingunum. Með Alle sammen teller setur Kristin Roskifte texta og myndir í samhengi sem er öðruvísi og einstakt í flokki barnabóka af þessu tagi. Þessa bók er hægt að lesa margoft og koma stöðugt auga á eitthvað nýtt.