Hans Abrahamsen

Hans Abrahamsen
Ljósmyndari
Lars Skaaning/Norden.org
Tilnefndur fyrir verkið „Let Me Tell You“

Hans Abrahamsen hefur numið nýjar lendur í tónverki sínu „Let Me Tell You“. Abrahamsen hefur áður samið sáralítið fyrir raddir, svo að stór söngvasveigur er nærfellt ókannað landsvæði. Einkum þar sem sönghlutverkið fellur svo vel að rödd Barböru Hannigan, sem verkið hefur augljóslega verið samið fyrir. Glíma hennar við einatt óvenjulegar kröfur virðist einstaklega samstíga efninu, og eins og hún hefur sjálf sagt; augljóslega samið með hana í huga. Meðleikur hljómsveitarinnar er snilldarmálverk af því sem nútímasinfóníuhljómsveit getur gert.

Á meðan á flutningi Berlínarfílharmóníunnar stóð mátti njóta hámarksskýrleika og nærfellt spartverskrar naumhyggju í snjallri meðhöndlun þunnrar áferðar og fíngerðra smáatriða sem leiddu til ýtrustu tilfinningatjáningar, og vissulega einnig í fágaðri notkun örtónbila sem gefur verkinu einstakt yfirbragð. Textarnir eftir Paul Griffiths, sem eru fantasía um Ófelíu Hamlets, eru fullkominn miðill fyrir túlkunarkraft Hans Abrahamsens og Barböru Hannigan.