Hugi Guðmundsson

Hugi Gudmundsson
Photographer
Dagur Sigurdsson
Tilnefndur fyrir verkið „Hamlet in Absentia“

Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson er hrífandi kammerópera og full af andstæðum. Hugi sameinar greinilega skilgreint form og hið óhefðbundna í fylgistefum og sönglesi, aríum og kór í vægast sagt frumlegri tónlist sinni. Tónlistin fangar bæði alvöru og kímni í texta Jakobs Weiss og hljóðfærin taka undir með kórröddunum á snilldarlegan hátt. Léttri og óformlegri útsetningu óperunnar tekst að hrífa áheyrendur og halda þeim föngnum frá upphafi til enda.

Hugi sér óperuna sem listform þar sem nútímatónlistin getur náð út til breiðs hóps áheyrenda á meðan tónskáldið frumsemur listræna tónlist sem getur þanið mörk nútímatónlistarinnar.

Hugi Guðmundsson (f. 1977) hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2017 fyrir Hamlet in Absentia