Jóel Pálsson (höfundur) & Kjartan Valdemarsson (útsetning)

Jóel Pálsson & Kjartan Valdemarsson
Photographer
Norden.org
Tilnefndir fyrir verkið „Innri“

Tónlist Jóels Pálssonar endurspeglar fjölhæfni hans sem flytjanda, þar sem sameinast spuni og útskrifaðar raddir undir áhrifum frá ólíkum tónlistargreinum svo sem kirkjutónlist, rokki, frjálsum spuna, fönki og þjóðlagatónlist. Hann hefur fimm sinnum hlotið verðlaun fyrir „Plötu ársins í djassi“ á Íslandi og verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2011 sem flytjandi. Nálgun hans við að semja djass er skapandi og kraftmikil og skilur eftir sig óvenjulega og afar eftirminnilega tónlist.

Kjartan Valdemarsson, píanóleikari og eftirsóttur útsetjari, semur einnig tónlist. Hann vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu tónsmíð í djassflokki árið 2011.

Jóel Pálsson og Kjartan Valdemarsson útskrifuðust báðir frá Berklee College of Music í Boston og eru valinkunnir djasstónlistarmenn á Íslandi og erlendis. Þeir hafa unnið með tónlistarmönnum allsstaðar að úr veröldinni og leikið á tónlistarhátíðum víða um meginlöndin.  Þetta verk sýnir glöggt hvernig menningarhugleiðingarnar í verkum Jóels mæta hefðbundnum hljómi stórsveitarinnar — sem gefur tónlistinni endurnýjað og víðara mikilvægi með afar persónulegri áherslu.