Lars Karlsson

Lars Karlsson
Photographer
Lars Karlsson
Tilnefndur fyrir verkið „Sju sånger till text av Pär Lagerkvist“

Álenska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Lars Karlsson hefur starfað árum saman í Helsinki og einnig kennt tónfræði, sögu og tónsmíðar við Síbelíusar-akademíuna. Hann hefur samið fjölda verka fyrir raddir, hljómsveitir, kammersveitir og einleikara. Sju sånger till text av Pär Lagerkvist var frumflutt árið 2012 af barítónsöngvaranum Gabriel Suovanen við undirleik Laplands kammerorkester undir stjórn Johns Storgårds.

Tónskáldið skrifar: „... ég byrja verkið á lífsangist unga mannsins, Ångest är min arvedel, og lýk því með sjöunda söngnum, Mitt träd är pinjen, þar sem þroskuð manneskja finnur langþráða birtu eftir lýjandi göngu um lífsins veg. Ég valdi textana út frá fyrirhugaðri „lífsreisu“ minni en þegar ég nálgaðist léttari texta komst ég að því að aldurinn færðist yfir Lagerkvist. Ångest är min arvedel er texti æskunnar en Mitt träd är pinjen skrifar hinn þroskaði meistari.“