Ljósár

Mikael Kristersson sem sérhæfir sig í gerð náttúrulífsmynda vann að gerð Ljósár í nær tvo áratugi, myndin er þriðja kvikmynd hans í fullri lengd. Myndin sýnir lífið í hans eigin garði, árstíðirnar fjórar.

Eins og við gerð fyrri heimildarmynda sinna Pica Pica (1987) og Kestrel’s Eye (1998), varði Kristersson mörgum árum við að kvikmynda dýr í smáatriðum með földum myndavélum, hljóðnemum og ljósum. Markmið hans er að bjóða áhorfendum í andlega ferð, að hjálpa fólki að uppgötva eitthvað nýtt í einföldustu atriðum daglegs lífs. "Við erum fáfróðari um nánasta umhverfi okkar en nokkuð annað" segir hann.

Kvikmyndin var fyrst sýnd sænskum áhorfendum í desember 2008 og var valin á Seattle International Film Festival 2009.

Ágrip

Þungamiðja kvikmyndarinnar er sólríkur matjurtagarður. Við götuna vestan megin eru þéttir dísarunnar; norðan megin veggur timburhúss; hindberjarunnar girða lóðina af sunnan megin og við garðinn austan megin vex ræktarlegur geitatoppur. Þarna eru útihús, hænsnagirðing, moltukassi úr múrsteinum og kryddjurtagarður. Risavaxinn rósarunninn stendur við hlið gamla eplatrésins og þar er fjöldi fugla allt árið, staðfuglar, farfuglar og gestir.

Mikael Kristersson kannar mikilvægi lítilla hluta í garðinum sínum í Falsterbo sem er lítið þorp í Suður-Svíþjóð, með frábærri myndatöku og hljóðupptöku. Við sjáum raunveruleikann frá sjónarhorni smáfugls, vespu og kálfiðrildis og okkur mannfólkið sem eina dýrategund meðal margra annarra.

Leikstjóri – Mikael Kristersson

Mikael Kristersson, sem er fæddur árið 1947, gerði fyrstu heimildarmynd sína fyrir sænska sjónvarpið árið 1972. Að loknu námi í ljósmyndun og kvikmyndagerð frá Dramatiska Institutet árið 1975, gerði hann 35 myndir, aðallega heimildarmyndir. Hann leikstýrði Pica Pica fyrstu heimildarmynd sinni í fullri lengd árið 1987 og þeirri annarri Kestrel’s Eye árið 1998. Báðar hlutu lof gagnrýnenda og var vel tekið á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Ljósár er þriðja heimildarmynd Kristersson í fullri lengd.

Framleiðandi – Lisbet Gabrielsson

Gabrielsson, fæddist í Växjö árið 1944, stundaði nám í kvikmyndaframleiðslu árið 1969 til 1971 við Kvikmynda-, útvarps-, sjónvarps- og leikhúsháskólann í Stokkhólmi. Hún starfaði sem framleiðandi barnaefnis, teiknimynda, stutt- og heimildamynda hjá sænsku kvikmyndastofnuninni árin 1975 til 1993, síðan sem framkvæmdastjóri „Greenhouse-new filmmakers” hluta stofnunarinnar til ársins 1996, en þá stofnaði hún framleiðslufyrirtækið Lisbet Gabrielsson.

Mikilvægar upplýsingar um framleiðslu

Frumtitill - Ljusår

Leikstjóri - Mikael Kristersson

Handritshöfundur - Mikael Kristersson

Framleiðandi - Lisbet Gabrielsson

Framleiðslufyrirtæki - Lisbet Gabrielsson Film AB

Lengd kvikmyndarinnar - 101 min

Sænskur dreifingaraðili - Folkets Bio

Sala á alþjóðamarkaði - Post Scriptum & Media