Martin Fröst

Martin Fröst
Photographer
Mats Bäcker
Martin Fröst er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Martin Fröst hlýtur tilnefningu fyrir framúrskarandi klarinettuleik í heimsklassa. Hann iðkar nýsköpun bæði í tónlistarflutningi sínum og sviðsframkomu. Martin Fröst er þekktur fyrir að láta reyna á mörk tónlistargreina, en gagnrýnandi New York Times sagði hann búa yfir „afburðatækni og tónistarhæfileikum sem mig rekur ekki minni til að hafa séð neinn klarinettuleikara, kannski engan hljóðfæraleikara, sýna.“

Á dansandi og gáskafullan hátt lyftir hann tónlist sinni til óvæntra hæða, bæði hvað varðar flutning og sviðsframkomu, og hver sem tónlistargreinin kann að vera.

Martin Fröst fer í tónleikaferðalög og stýrir hljómsveitum og tónlistarhópum í fremstu röð um allan heim, samfara því að leika einleik og vera kynnir á viðburðum sem hafa allt frá Mozart til Artie Shaw, frá klezmer-tónlist til þjóðlagatónlistar á á dagskránni.

Í maí 2014 hlaut Martin Fröst tónlistarverðlaun kennd við Léonie Sonning, sem eru einhver virtustu tónlistarverðlaun í heimi, og var hann fyrsti klarinettuleikarinn til að hljóta þau. Á meðal annars tónlistarfólks sem hlotið hefur verðlaunin eru Ígor Stravinskíj, Daniel Barenboim og Sir Simon Rattle.