Mikko Joensuu

Mikko Joensuu
Ljósmyndari
Tero Ahonen
Tilnefndur fyrir verkið „Amen“

Diskaröðin Amen 1–3 eftir Mikko Joensuu varð til á rúmum tíu árum. Hér er á ferðinni öndvegisverk sem myndar aðdáunarverða og persónulega heild. Fjölbreytt tónlist og marglaga þræðir verksins skapa sögu um trúna og lífið, um að vera háður trúnni þar til hægt er að gefa hana frá sér, rífa sig lausann og styrkjast í andanum. Órafmagnaðir og fínlegir tónar alþýðu- og sveitatónlistar í Amen 1 breytast í kraftmikið rokk með skröltandi takti og lífsorku rafmagnsgítaranna í Amen 2 og brjótast að lokum út í löngum köflum rafhljóða úr hljóðgervli í Amen 3

Amen-þríleikurinn er afraksturinn af löngu og sjálfstæðu starfi í hljóðveri. Á tónleikum hefur tónlistin verið flutt af kór og strokhljóðfærum, meira að segja af sextíu manna hljómsveit. Á útgáfutónleikum Amen 1 í Jóhannesarkirkjunni í Helsinki var tónlistin útsett fyrir orgel.

Mikko Joensuu (f. 1986) er tónskáld, textasmiður og tónlistarmaður. Hann ólst upp í sveit í sunnanverðum Austurbotni en er nú búsettur í Helsinki. Á árinu 2018 heldur hann tónleika í Finnlandi, Bretlandi og víðar í Evrópu.