Ørjan Matre

Ørjan Matre
Ljósmyndari
Ingvild Festervoll Melien
Ørjan Matre er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Lyriske stykker“. Hljómsveitarverk (2019).

Rökstuðningur:

Lyriske stykker for symfoniorkester eru tónlistarlegar hugleiðingar um vinsæl píanóverk Edvards Grieg. Fílharmóníuhljómsveit Björgvinjar frumflutti verkið í nóvember 2019 undir stjórn Edwards Gardner.

Verkið er skapandi leikur að einföldum laglínum Griegs og býður enn upp á óvæntar og ferskar túlkanir. Hljómur hljómsveitarinnar er ríkur og skær, brot úr gömlum verkum seytla í gegn og sanna hvað þau eldast vel. Samt er alls ekki um að ræða útsetningu á Grieg. Í huga Ørjan Matre er Grieg fjarlæg minning um eitthvað óhlutbundið en samt náið og hjartfólgið. Hann nálgast hana af virðingu og alúð.

Lyriske stykker er hljómfagur og fallegur heimur með tilvísunum í Hollywood, Disney og samtímann en jafnframt nútímalegt hljómsveitarverk þar sem klassíska arfleifðin höfðar til fleiri áheyrenda. Glæsileg og stílhrein tónlistin ber greinilegt merki um áferð Matre þrátt fyrir að Grieg guði á gluggann.

Ørjan Matre (f. 1979) hefur alla tíð fengist við tónsmíðar fyrir sinfóníuhljómsveitir. Hann hefur samið ellefu hljómsveitarverk auk kórverka og kammertónlistar. Tónsmíðar hans hafa verið fluttar víða, þar á meðal á Ultima tónlistarhátíðinni í Ósló, Norrænum tónlistardögum, Sound Scotland, Warsaw Autumn, Wittener Tage für neue Kammermusik, BBC Promenade Concerts og Darmstadt Ferienkurse.