ORKA

Orka
Photographer
Norden.org
Tilnefnd fyrir verkið „Leipzig“

Færeyska sveitin sem er tilnefnd í ár hefur augljóslega breytt tónlistarskilningi í Færeyjum.

Þegar í upphafi árið 2005 sýndu meðlimir ORKA-hópsins að þeir hefðu vilja, kjark og hæfileika til að skapa glænýtt og frábrugðið tónlistarhuggrip, alveg frá grunni. Fyrsta verkefnið var samið fyrir og leikið á nýgerð hljóðfæri, búin til úr allt frá flúrljósastæðum og girðingarstaurum upp í gervihnattadiska og loftpressur.

Félagarnir í ORKA hafa síðan tekið þessa uppfinningasemi mörg skref fram á við, og hafa með margvíslegum verkefnum í samstarfi við breytilegan hóp gestalistamanna erlendis og heimafyrir sannað sig sem afar atorkumikla í nýsköpun bæði í formi og hljómum. 
Þessa dagana ferðast ORKA um stóran hluta heimsbyggðarinnar og hefur nú bætt við rafrænni túlkun ásamt nýstárlegum hljóðinnsetningum og hljóðfærum smíðuðum í fjarlægum heimshornum.

Með frumlegri og vel fluttri tónlist ORKA-hópsins hafa Færeyjar lagt fram náttúrulegan og mikilvægan skerf til nútímalegrar heimstónlistar.