Øyvind Torvund

Øyvind Torvund
Ljósmyndari
Vegard Valde/Norden.org
Tilnefndur fyrir verkið „Willibald Motor Landscape“

Þessi tónlist skapar óvænt samhengi milli hljóðanna úr tölvuleikjum og þjóðlagatónlistar, þjóðvegahávaða og bogastroka, bílaútvarpa og barokktónlistar. Með því að nálgast hið manngerða og hið náttúrulega, hið gamla og hið nýja, sígild hljóðfæri og hversdagshljóð, með sama krafti, umhyggju og nákvæmni sundrar tónskáldið hinum útslitnu andstæðum milli hins tilraunakennda og hins aðgengilega.

Tónlistin er full af tilvitnunum og samt frumleg með djúpstæðum hætti. Það er eins og hún reyni að safna saman öllum hljóðum sem við höfum umhverfis okkur, samtímis því að hlustendur eru boðnir velkomnir, og tónlistarfólkinu gefst frelsi til að mynda efniviðinn, hvort sem það leikur á úðabrúsa eða klarínett. Willibald Motor Landscape kom út á geisladiski árið 2015 eftir að hafa verið flutt í lifandi flutningi nokkra hríð á ólíkum tónlistarhátíðum. Þannig er verkið einnig sjaldgæft dæmi um nýsamið tónverk sem er í samfelldri samræðu við starfandi og túlkandi framkvæmd.