Øyvind Torvund

Øyvind Torvund
Photographer
Geir Ove Tmmerbakk
„Constructing Jungle Books” eftir Øyvind Torvund

 

Í verkinu Constructing Jungle Books (2014) er hljómsveitin í hlutverki frumskógar, full af hljóðum frá náttúrunni og villtum og framandi dýrum. Milli trjánna er tónskáld sem býr til og skrifar tónlistina niður á pappír. Í samskiptum sínum við tónlistarmenn notar Øyvind Torvund bæði nótnaskrift og munnlegar leiðbeiningar. Sumar af „leiðbeiningunum“ geta verið upptökur af náttúrulegum hljóðum sem tónlistarmennirnir eru beðnir um að herma eftir, þróa eða miðla til samstarfsmanna sinna. Tónlistin er þannig undir áhrifum frá hefðum þjóðlagatónlistar þar sem tónlistinni er miðlað með því að hlusta og spila og þar sem tónlistarmennirnir hafa mikið frelsi. Verkið er samið fyrir Splitter Orchester sem er hópur tónlistarmanna sem reynir að tvinna saman einstaklinginn og heildina, túlkun og frjálsan spuna. Verkið Constructing Jungle Books var frumflutt á safninu Museum für Naturkunde í Berlín í mars 2014. Øyvind Torvund er á DAAD-námsstyrk í sömu borg.