Petri Kumela

Petri Kumela
Photographer
Heidi Piironen
Petri Kumela er á meðal hinna 13 sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Rökstuðningur:

Petri Kumela er einn persónulegasti og framsæknasti listamaður okkar tíma á sviði gítarleiks. Auk þess að vera furðufjölhæfur og fær gítarleikari er hann áhugaverður útsetjari, mikilvirkur í pöntun nýrra tónverka og ófeiminn við að setja spurningarmerki við hefðir og venjur – og jafnvígur á upprunahljóðfæri og nútímalegri tónlistargreinar.

 

Kumela hefur einkum helgað sig nútímatónlist og hefur frumflutt tíu gítarkonserta auk fjölda smærri tónsmíða, bæði í Finnlandi og annars staðar. Auk Evrópulanda hefur hann meðal annars haldið tónleika í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Rússlandi, Japan og á Indlandi.

 

Á meðal þeirra tónverka sem Kumela hefur pantað má nefna hina verðlaunuðu verkaröð Pienet otukset - musiikillinen bestiaari („Litlar verur – tónlistarleg dýrafræði“ 2020), sem hlaut lof gagnrýnenda jafnt sem áheyrenda og þar sem Kumela fléttar dýramyndir eftir 35 mismunandi tónskáld saman í töfrandi heild af miklu öryggi. Á meðal þeirra tónverka sem Kumela hefur pantað má nefna hina verðlaunuðu verkaröð Pienet otukset - musiikillinen bestiaari („Litlar verur – tónlistarleg dýrafræði“ 2020), sem hlaut lof gagnrýnenda jafnt sem áheyrenda og þar sem Kumela fléttar dýramyndir eftir 35 mismunandi tónskáld saman í töfrandi heild af miklu öryggi. 

 

Á undanförnum árum hafa verkefni þvert á listgreinar orðið æ fyrirferðarmeiri í starfi Kumela, auk ýmissa rannsókna og útvíkkunartilrauna á hefðbundnum tónleikaaðstæðum. Þar má meðal annars nefna staðbundin raddrýmisverk Kumela auk hefðbundinnar hljóðfærasmíði, hlutaleikhúss og samvinnusviðsverks sem sameinar ýmsar tækninýjungar og nefnist Playtime - a Case Study.

 

Auk framlags síns sem tónlistarmaður hefur Kumela meðal annars auðgað finnskt tónlistarlíf með því að koma að skipulagningu tónleikaraðanna Helsingin Klassinen Hietsu og Hietsu is Happening, og einnig sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar Sipoon äänet.