Robyn

Robyn
Ljósmyndari
Clare Shilland
Robyn er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Honey“. Plata (2018).

Rökstuðningur:

Árið 2018 sendi Robyn frá sér sterkasta og heildstæðasta verk sitt til þessa en þá átti hún tveggja áratuga feril að baki. Á Honey mætast kunnugleg tilfinning hennar fyrir angurværu og alvarlegu danspoppi og leit hennar á jaðri rafrænnar klúbbtónlistar. Af djúpri innlifun er áheyrandinn leiddur varfærnislega frá arfleifð hús- og diskótónlistarsögunnar til nútímalegrar hljóðmyndar samtímans þar sem engin smáatriði ráðast af tilviljun. Yfir rústum sambands er sagt frá manneskju sem er að breytast, sem lítur inn á við til að öðlast smám saman krafta til að geta leitað út á við að nýju. Hér er á ferðinni glæsilegt afrek einnar áhrifamestu popplistakonu Svía sem heldur stöðugt áfram að þroskast þrátt fyrir mörg ár á vinsældalistanum. Vitnisburður um sköpunarkraft sem eflist með tímanum.