Sauna

Sauna er önnur kvikmynd AJ Annila af þessari tegund, sú fyrsta var finnsk/kínverska Kung Fu myndin Jade Warrior. Myndin er hrollvekja og fjallar um syndir og fyrirgefningu, gufuböð að finnskum sið, á mörkum kristni og heiðni.

Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto, Toronto International film Festival, í september 2008 og hefur nú verið sýnd á 30 hátíðum víða um heim. Kvikmyndin vann aðalverðlaunin á hátíðinni Riga International Fantasy Festival í mars 2009 og sérstök verðlaun dómnefndar á Brussel hátíðinni, Brussels International Fantasy Festival, mánuði seinna. Hún hefur verið seld til fjölda enskumælandi svæða, þar á meðal Bandaríkjanna (IFC Films).

Ágrip

Árið er 1595. Stríðinu langa er loks lokið. Bræðurnir Knut og Erik, fulltrúar í sendinefnd sem marka á landamæri milli Finnlands og Rússlands, drýgja hræðilega synd þegar þeir skilja unga stúlku eftir til að deyja drottni sínum á hryllilegan hátt. Á leið þeirra yfir ókannaða mýri, gengur stúlkan aftur og ásækir þá, úr andliti hennar rennur óendanlegur óþverri.  Í leit að fyrirgefningu, taka Knut og Erik til sinna ráða.....

Leikstjóri – Aj Annila

Aj Annila fæddist árið 1977, útskrifaðist frá Tampere School of Art and Media árið 2002, og fjallaði ritgerð hans um bardagakvikmyndir frá Hong Kong . Fyrsta kvikmynd hans, Kung fu ævintýramyndin Jade Warrior (2006), var fyrsta kvikmyndin sem framleidd hefur verið sameiginlega af Finnlandi og Kína. Sauna er önnur kvikmynd hans. Annila vinnur þessa stundina að gerð „Ninja Musical“ fyrir Blind Spot Pictures og að gerð kvikmyndarinnar Adrift  sem Dimension Film framleiðir.

Handritshöfundur – Iiro Küttner

Iiro Küttner er viðurkenndur rithöfundur sem komið hefur að gerð fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í Finnlandi frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Virtir leikstjórar sem hann hefur unnið með eru meðal annarra Jukka-Pekka Siili, Saara Saarela, Pekka Lehto og AJ Annila en fyrir hann skrifaði hann handrit að bæði Jade Warrior (2006) og Sauna (2008).

Framleiðandi – Tero Kaukomaa

Tero Kaukomaa hefur rúmlega 20 ára reynslu sem framleiðandi. Fyrirtæki hans Blind Spot Pictures er eitt afkastamesta og farsælasta kvikmyndafyrirtæki Finnlands, með mikla tengingu við Evrópu.  Virtir kvikmyndagerðarmenn sem hann hefur unnið með eru meðal annarra Auli Mantila (Geography of Fears), Aleksi Salmenperä (Producing Adults, A Man’s Job), AJ Annila (Jade Warrior, Sauna) og einnig Lars von Trier (Dancer in the Dark) og Jan Troell (Everlasting Moments). Starfsaðstaða Kaukomaa hefur verið í Zürich í Sviss frá árinu 2002. Hann er meðeigandi að kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Bronson Club sem hefur aðstöðu í Helsinki.

Framleiðandi – Jesse Fryckman

Jesse Fryckman rekur fyrirtækið Bronson Club í Helsinki, sem hann stofnaði árið 2007 ásamt framleiðandanum Tero Kaukomaa. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu efnis fyrir ýmsa miðla og kvikmyndagerð.  Sauna,  kvikmynd AJ Annila, er fyrsta kvikmyndin sem hann framleiðir. Af nýjum verkefnum hans má nefna barnateiknimyndina Ella and Aleksi þar sem áhorfendum er gefinn kostur á að  syngja með.

Mikilvægar upplýsingar um framleiðslu

Frumtitill - Sauna

Leikstjóri - AJ Annila

Handritshöfundur - Iiro Küttner

Aðalhlutverk - Ville Virtanen, Viktor Klimenko, Tommi Eronen

Framleiðendur - Tero Kaukomaa, Jesse Fryckman

Framleiðslufyrirtæki - Bronson Club

Lengd kvikmyndarinnar - 80 min

Dreifing í Finnlandi - Sandrew Metronome Finland

Sala á alþjóðamarkaði - Bogeydom Licensing