Sigur Rós

Sigur Rós
Ljósmyndari
Hörður Óttarson
Sigur Rós er á meðal hinna 13 sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Rökstuðningur:

Frá stofnun sinni árið 1994 hefur íslenska post-rokksveitin  Sigur Rós skapað sér feril sem einkennist af afbragðsgóðum lagasmíðum – þar sem þættir úr sígildri tónlist og mínímalískri fagurfræði eru nýttir – auk óþreytandi tilraunamennsku og öflugs og hrífandi tónlistarflutnings. Hin sérstæða listræna sýn hljómsveitarinnar hefur fært henni heimsfrægð og óslitið lof gagnrýnenda, en einn lýsti hljóðheimi sveitarinnar sem „Guði að gráta gullnum tárum í himnaríki“. Stöðugar vinsældir Sigur Rósar gegnum tíðina má þakka því að sveitin hefur neitað að verða værukær í velgengni sinni, eins og sjá má á þverfaglegu samstarfi við listafólk, danshöfunda, kvikmyndagerðarfólk og íslenska rímnasöngvara svo fátt eitt sé nefnt. Sveitin er einkum þekkt fyrir tónleika sína og hafa aðdáendur og gagnrýnendur lýst tónleikum hennar sem óviðjafnanlegri, nánast trúarlegri upplifun. Á þessu ári sendir sveitin frá sér sína áttundu plötu og fylgir henni eftir með tónleikaferðalagi um heiminn.